Orgelkrakkahátíð í Reykjavík

22. september 2022

Orgelkrakkahátíð í Reykjavík

Orgelkrakkahátíð verður haldin í Reykjavík dagana 25. september til 1.október.

Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu í Háteigskirkju sunnudaginn 25. september kl. 11:00 þar sem verður orgelkynning og leynigestur kemur í heimsókn.

Dagana á eftir er 2. bekk í öllum grunnskólum Reykjavíkur boðið á sýninguna Lítil saga úr orgelhúsi í þremur mismunandi kirkjum, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju og Hallgrímskirkju.

Lokahátíðin verður svo í Hallgrímskirkju laugardaginn 1. október.
Þá verða tónleikar fyrir alla fjölskylduna kl. 12:00 þar sem leikin verða frægustu orgelverk sögunnar og Eurovision slagarar.

Eftir tónleikana verður boðið upp á orgelkrakkasmiðjur þar sem þátttakendum gefst kostur á að smíða lítið orgel og fá að lokum að prófa að spila á það.

Einnig gefst kostur á að skrá sig á orgelspunasmiðju þar sem tækifæri gefst til að fá að prófa að spila á stóra orgelið.

Engrar kunnáttu er krafist og öll sem áhuga hafa geta verið með!

Allar nánari upplýsingar um dagskrá lokahátíðarinnar og skráningar á smiðjur má finna á facebook.com/orgelkrakkar  og á hallgrimskirkja.is
Ókeypis er á alla auglýsta viðburði Orgelkrakkahátíðar í Reykjavík og öll eru hjartanlega velkomin!

Hér er youtube kynningarmyndband um hátíðina:
https://www.youtube.com/watch?v=UZbGA0PXhO8

 

slgMyndir með frétt

Sigrún Þórsteinsdóttir og Guðný Einarsdóttir organistar
  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Menning

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Bústaðakirkja - mynd: hsh

Bleikur október í Bústaðakirkju

29. sep. 2022
.........október er listamánaður 2022 í Bústaðakirkju.
Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir

Andlátsfregn

29. sep. 2022
.......sr. Jóhanna Ingibjörg Sigmasdóttir er látin
Fermingarbörn í Þorgeirskirkju

Afar fjölmennt fermingarbarnamót

29. sep. 2022
......haldið á Stórutjörnum