Einn sótti um

9. janúar 2023

Einn sótti um

Heydalakirkja er ein af 11 sóknarkirkjum prestakallsins

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 5. janúar 2023.

Ein umsókn barst frá sr. Arnaldi Arnold Bárðarsyni presti í Árborgarprestakalli.

 

Prestakallið


Austfjarðaprestakall nær frá Brekkusókn í Mjóafirði í austri til Hofssóknar í Álftafirði í suðri.

Það varð til við sameiningu fimm prestakalla árið 2019, Norðfjarðarprestakalls, Eskifjarðarprestakalls, Djúpavogsprestakalls, Heydalaprestakalls og Fáskrúðsfjarðarprestakalls.

Prestakallið nær yfir stórt svæði og m.a. tvö sveitafélög.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Umsóknin mun fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjandann til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um umsækjandann en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.





slg




  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Svana Helen, Óli Hilmar og sr. Bjarni

Seltjarnarneskirkja sýnir myndlist

04. des. 2023
......safnarheimilið er listagallerí
Prédikun fluttu Elísa Mjöll Sigurðardóttir. Auður Pálsdóttir og Benedikt Sigurðsson

Messa guðfræðinema 1. desember

01. des. 2023
......áratuga hefð í Háskólakapellunni
Vil ég mitt hjarta.jpg - mynd

Jóladagatal Kjalarnessprófastsdæmis

01. des. 2023
.......fjórða árið í röð