Laust starf

13. janúar 2023

Laust starf

Hafnarfjarðarkirkja

Biskup Íslands óskar eftir presti til þjónustu í Hafnarfjarðarprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um ráðningu í prestsstörf nr. 17/2021-2022 og starfsreglna um presta nr. 39/2022-2023.

Tenglar á þessar heimildir eru feitletraðir hér að ofan.

Með umsókn sinni staðfesta umsækjendur að þeir hafi átt þess kost að kynna sér þessar reglur.

Prestakallið


Í Hafnarfjarðarprestakalli, sem tilheyrir Kjalarnesprófastsdæmi, er fjölmenn sókn með um 8.000 sóknarbörn og 15.000 íbúa.

Í prestakallinu eru tvær kirkjur, Hafnarfjarðarkirkja og Krýsuvíkurkirkja.

Hafnarfjarðarkirkja er eitt af megin kennileitum Hafnarfjarðar og á sér langa og viðburðarríka sögu innan samfélagsins.

Kirkjan sjálf er afar vel staðsett í hjarta Hafnarfjarðar og er allur aðbúnaður og aðstaða til mikillar fyrirmyndar.

Gróskumikið starf er unnið innan kirkjunnar og má þar nefna barna- og unglingastarf sem hefur verið í örum vexti undanfarin ár.

Helgihald er hvern helgan dag í Hafnarfjarðarkirkju.

Krýsuvíkurkirkja var endurvígð þann 31.maí árið 2022 og er helgihald í henni að jafnaði tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti.

 

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjanda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

Valnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 13. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Umsækjendur skulu gera skriflega grein fyrir starfsferli og starfsreynslu og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.

Umsókn ber að fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum, svo og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á.

Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun sem nýtist í starfi.

Til að umsækjandi teljist hæfur í starfið þarf viðkomandi að hafa lokið mag.theol/cand.theol prófi frá Háskóla Íslands ásamt starfsþjálfun hjá Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu.

Umsækjendum ber að skila greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn sína og væntingar varðandi þjónustuna.

Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. 4. gr. starfsreglnanna.

Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni.

Tengil á eyðublaðið er að finna hér.

Um starfið gilda lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 , kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar.

Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall.

Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 898 9701 eða á netfangið hans.gudberg.alfredsson@kirkjan.is, og sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í síma 867 0970 eða á netfangið jonina@hafnarfjardarkirkja.is.

Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni - biskupsstofu, í síma 528 4000, eða á netfangið jona@kirkjan.is eða ragnhilduras@kirkjan.is.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. janúar 2023.

Sækja ber rafrænt um starfið hér á vefnum og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Vakin er athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti.

Hér  er að finna eyðublað þar sem umsækjendur geta óskað nafnleyndar.

Verði farið fram á almennar prestskosningar er þó ekki hægt að halda nafnleynd.

 

ÞARFAGREINING


Umsækjandi þarf að hafa brennandi áhuga á málefnum Þjóðkirkjunnar og vera tilbúinn að taka þátt í gróskumiklu safnaðarstarfi í Hafnarfjarðarsókn.

Samskiptahæfileikar og skilningur góðrar þjónustu eru lykilatriði.

Starfssvið prestsins:

Að sýna frumkvæði í að auka fjölbreytni í starfi sóknarinnar.

Að vera fús að taka þátt í eflingu fermingarstarfs en áhugi er í söfnuðinum á að efla enn frekar þann þátt safnaðarstarfsins og því æskilegt að viðkomandi prestur hafi reynslu af að þróa og leiða nýsköpun í fermingarstarfi.

Að hafa reynslu og styrkleika á sviði sálgæslu.

Að vera fús til að vinna í teymi með öðru starfsfólki kirkjunnar en einnig að vera sjálfstæð/ur í vinnubrögðum.

Að vera virkur þátttakandi í að byggja upp sterka liðsheild á meðal starfsfólks Hafnarfjarðarsóknar.

Að sýna frumkvæði í að auka fjölbreytni í starfi sóknarinnar.

Að vera fús til að sinna fjölbreyttu helgihaldi kirkjunnar, auk kirkjulegra athafna, ásamt samstarfsprestum sínum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Embættispróf frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands eða frá viðurkenndri guðfræðideild.

Biskup Íslands leitar umsagnar guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands um hið síðarnefnda.

Vilji til að þjóna og mæta fólki af skilningi og virðingu.

Hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti á áhugaverðan og sannfærandi hátt.

Áhugi á starfi og uppbyggingu Þjóðkirkjunnar.

Viðkomandi hafi góða samskiptahæfileika.

Vilji til að mynda tengsl og vera virkur í hafnfirsku samfélagi.

Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Innsýn og áhugi á ólíkum samskiptamiðlum.

Síðastliðin tvö ár hefur stefnumótunarvinna farið fram við Hafnarfjarðarkirkju.

Þeirri vinnu er nú lokið og hefur kirkjan mótað skarpar stefnuáherslur til framtíðar.

Starfslýsingar eru til staðar fyrir allt starfsfólk sóknarinnar, innra skipulag starfs er gott og kirkjan er skipuð öflugu og hæfu starfsfólki.

Við Hafnarfjarðarsókn starfar organisti, æskulýðs- og upplýsingafulltrúi, staðarhaldari, kirkjuvörður, kórstjóri barnakórs, kórstjóri unglinga- og ungmennakórs, undirleikari kóra, æskulýðsstarfsfólk í hlutastörfum og ræstitæknir.

Auk þessa er sóknarprestur í fullu starfi, og prestur í hálfu starfi (49,9%) þjónandi við Hafnarfjarðarkirkju.

 

slg • Biskup

 • Kirkjustaðir

 • Kirkjustarf

 • Leikmenn

 • Prestar og djáknar

 • Prófastur

 • Safnaðarstarf

 • Sálgæsla

 • Samfélag

 • Samstarf

 • Starf

 • Auglýsing

Kertaljós 3.jpg - mynd

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur

27. nóv. 2023
.......í Háteigskirkju 30. nóvember kl. 20:00
Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings ásamt framkvæmdastjóra og forseta kirkjuþings

Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings

27. nóv. 2023
......kosin 18. nóvember
Kirkjuþingsbjalla.jpg - mynd

Kirkjuþingi var fram haldið 18. nóvember

24. nóv. 2023
.....nokkur mál afgreidd