Glæsileg tónleikaröð í Hallgrímskirkju

31. janúar 2023

Glæsileg tónleikaröð í Hallgrímskirkju

Orgel Hallgrímskirkju mynd-hsh

Hallgrímskirkja hefur á undanförnum árum lagt metnað sinn í að halda glæsilega tónleika, enda hljómburður þar góður til tónlistarflutnings.

Tónleikaröðin sem nú er framundan hefst með hádegistónleikum laugardaginn 4. febrúar kl.12:00.

Þá mun Elísabet Þórðardóttir leika á orgel og Þórður Árnason á gítar.

Föstudaginn 24. febrúar kl. 18:00 eru tónleikar með INTELLIGENT INSTRUMENTS LAB, sem sérhæfa sig í að smíða sín eigin hljóðfæri fyrir sína eigin tónlist.

Hádegistónleikar eru svo aftur laugardaginn 4. mars kl. 12:00.

Þá leikur Örn Magnússon á orgel og Hildigunnur Einarsdóttir, messósópran syngur.

Kvöldsöngur á Boðunardegi Maríu verður sunnudaginn 26. mars kl. 17:00.

Þar syngur Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

Fjölnir Ólafsson, barítón syngur og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel.

Hádegistónleikar verða laugardaginn 1. apríl kl. 12:00.

Þá mun Tómas Guðni Eggertsson leika á orgel og Davíð Þór Jónsson á píanó.

Á skírdag þann 6. apríl kl. 17:00 verður flutt Stabat Mater eftir Pergolesi.

Hildigunnur Einarsdóttir, messósópran og Hallveig Rúnarsdóttir, sópran syngja og Kammersveit Reykjavíkur leikur undir leiðsögn Unu Sveinbjarnardóttur.

Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel.

Laugardaginn 29. apríl kl. 14:00 eru tónleikar á vegum Listaháskólans.

Laugardaginn 6. maí kl. 12:00 eru hádegistónleikar þar sem Daníel Þorsteinsson leikur á píanó og Kristjana Arngrímsdóttir og Ösp Eldjárn syngja.

Krýningarmessan eftir Mozart verður flutt sunnudaginn 21. maí kl. 17:00.

Kór Hallgrímskirkju flytur ásamt Barokkbandinu Brák.

Eyrún Unnarsdóttir, sópran, Kristín Sveinsdóttir, messósópran, Benedikt Kristjánsson, tenór og Fjölnir Ólafsson, barítón syngja.

Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel.

Stjórnandi er Steinar Logi Helgason.

Tónleikaröðinni lýkur með hádegistónleikum laugardaginn 3. júní kl. 12:00.

Sven-Ingvart Mikkelsen leikur þá á orgel.

 

Heildardagskrá tónleikaraðarinnar er hér fyrir neðan.

slg



Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustarf

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut
Sr. Þorvaldur Víðisson

Sr. Þorvaldur skipaður prófastur

18. apr. 2024
...í Reykjavíkurprófastdsdæmi vestra