Vel sótt starf eldri borgara

1. febrúar 2023

Vel sótt starf eldri borgara

Síðastliðið haust hófust vikulegar samverur eldri borgara í Hafnarfjarðarkirkju.

Stundirnar eru alla þriðjudaga og hefjast þær með kyrrðar- og bænastund í kirkjunni áður en gengið er yfir í safnaðarsalinn Hásali þar sem boðið er upp á létta hádegishressingu.

Þá hefur verið útbúið sönghefti fyrir stundirnar sem sungið er uppúr áður en "góður gestur" kemur í heimsókn.

Stundum hefur verið stiginn dans þegar svo vel hefur viljað til að harmonikkuleikur hefur verið.

 

Sr. Jónína Ólafsdóttir er sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju og hafði hún þetta um starfið að segja:

„Stundirnar hafa fengið afar góðar viðtökur og ljóst er að þörf var fyrir kirkjusamfélag í Hafnarfirði fyrir þennan aldurshóp.

Skipulag og umsjón með stundunum hefur verið í höndum Kristínar Jóhannesdóttur og sr. Sigurðar Kr. Sigurðssonar en þau eru bæði þjóðkirkjunni kunn því Kristín starfaði lengst af sem organisti og gerir enn og sr. Sigurður er prestur á eftirlaunum, starfaði lengst af á Höfn í Hornafirði.

Þá koma prestar kirkjunnar einnig að stundunum og taka í þeim virkan þátt."

Fréttaritari kirkjan.is spurði þá sr. Jónínu um annað starf sem prestar Hafnarfjarðarkirkju koma að varðandi eldri borgara.

Hún sagði:


„Prestar Hafnarfjarðarkirkju heimsækja einnig Hjúkrunarheimilið Sólvang sem er staðsett í Hafnarfjarðarsókn.

Þar eru prestarnir með helgistundir og leiða söng og sinna þar reglulegri sálgæslu.

Í stundunum koma saman íbúar á deildum hjúkrunarheimilisins, ásamt fólki sem kemur einungis í dagdvöl á heimilinu.

Þá er alltaf talsvert um það að óskað sé eftir prestum við dánarbeð þegar andlát verður á hjúkrunarheimilum í bænum.

Prestar Hafnarfjarðarkirkju taka einnig þátt í samstarfi með öðrum kirkjum í Hafnarfirði um helgihald á Hrafnistu í Hafnarfirði."

 

Á vef Hafnarfjarðarkirkju má sjá dagskrá starfsins frá áramótum og fram á vor, en einnig má sjá hana hér fyrir neðan.

• 24. janúar Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari.

• 31. janúar Janus Guðlaugsson frá Heilsueflingu.

• 07. febrúar Þorrablót.

• 14. febrúar

• 21. febrúar Óttar Guðmundsson geðlæknir.

• 28. febrúar Eiríkur P. Jörundsson rithöfundur.

• 07. mars Þórey Dögg Jónsdóttir djákni fjallar um orlofsdvöl á Löngumýri.

• 14. mars Elín Sigrún Jónsdóttir lögmaður.

• 21. mars Annríki. Þjóðbúningar og skart.

• 28. mars Heimsókn á Seltjarnarnes, rúta í boði frá Hafnarfjarðarkirkju.

• 04. apríl Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sýnir píslargönguna í myndum.

 

slgMyndir með frétt

  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Eldri borgarar

Sr. Stefanía G. Steinsdóttir

Sr. Stefanía ráðin

29. mar. 2023
......í Ólafsfjarðarprestakall
Bjarni Gíslason í nýjum jakka frá Úganda

Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda

28. mar. 2023
.....viðtal við Bjarna Gíslason framkvæmdastjóra
Evrópufundur LWF - mynd:LWF/Albin Hillert

Ályktun Evrópufundar Lútherska heimssambandsins

27. mar. 2023
.....samþykkt í Oxford á föstudaginn