Nefndir kosnar á kirkjuþingi

15. maí 2023

Nefndir kosnar á kirkjuþingi

Bjalla kirkjuþings - gefin 1985 - mynd: hsh

Fundur kirkjuþings 2022-2023, sem haldinn var 5. maí sl. samþykkti tillögur forsætisnefndar í launanefnd Þjóðkirkjunnar, stjórn Skálholts og Strandarkirkjunefnd.

Kjörtímabilið er frá 1. júlí 2023 til fjögurra ára.

Launanefnd.

Hlutverk launanefndarinnar er að gæta hagsmuna sóknarnefnda gagnvart samtökum þeirra launþega sem þau ráða til starfa, sérstaklega að því er varðar kaup og kjör.

Nefndin kemur fram sem samningsaðili fyrir hönd sóknarnefnda, fyrirtækja, stofnana og hagsmunasamtaka kirkjunnar eftir því sem þessir aðilar gefa nefndinni umboð til eða leiðir af lögum og starfsreglum.

Nefndin vinnur að því að samræma afstöðu sóknarnefnda til kjarasamninga og að móta stefnu í kjaramálum.

Hún vinnur að því að leysa með samningum ágreiningsmál er varða kaup og kjör milli sóknarnefndanna og viðsemjenda þeirra.

Í launanefndina voru kosnir 3 aðalmenn og 2 varamenn:

Þau eru: Ragnhildur Benediktsdóttir, lögfræðingur, formaður, Egill Heiðar Gíslason, Laugarnessókn,  Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, Grafarvogssókn, Gunnar Þór Ásgeirsson, endurskoðandi og Davíð Stefánsson, Nessókn.

Stjórn Skálholts.

Um hlutverk nefndarinnar segir í fundargerð kirkjuráðs 10. og 11. janúar 2006 þegar stjórnin var sett á laggirnar:

„Stjórnin mun hafa yfirumsjón með starfsemi sem fram fer á vegum staðar og skóla, framkvæmdasýslu og gerð árlegra starfs- og fjárhagsáætlana og eftirfylgd með þeim.“

Í þingsályktun kirkjuþings frá 2014 í 17. máli segir:

„Kirkjuþing mælist til þess við kirkjuráð að skoða, hvort málefnum Skálholtsstaðar yrði það til gagns að skipuð yrði þriggja manna stjórn Skálholtsstaðar og jafn margir til vara, er annist í umboð biskups og kirkjuráðs, ásamt vígslubiskupi uppbyggingu og rekstur staðarins í samræmi við lög um afhendingu Skálholts frá 1963, starfsreglur kirkjuþings og samþykktir kirkjuráðs.“

Stjórn hefur verið skipuð á grundvelli framangreindrar þingsályktunar á fjögurra ára fresti og rennur umboð núverandi stjórnar út 30. júní 2023.

Í stjórn Skálholts voru kosnir 3 aðalmenn og 3 varamenn.

Formaður er Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, sr. Óskar H. Óskarsson sóknarprestur í Hrunaprestakalli er varaformaður.

Auk þeirra sitja í stjórninni Þórarinn Þorfinnsson, bóndi Spóastöðum, Ásborg Ósk Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi, Sólborg L. Steinþórsdóttir hótelstjóri og Olga E. M. Egonsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála.

Strandarkirkjunefnd.

Úr erindisbréfi sem kirkjuráð samþykkti 22. maí 2002:

„Hlutverk Strandarkirkjunefndar er að annast daglega stjórn Strandarkirkju og réttindi sem henni tilheyra og annast um þau verkefni sem nánar eru tilgreind í erindisbréfinu.

Nefndin hefur daglegt fyrirsvar vegna kirkjunnar.

Nefndin skal sjá til þess að kirkjan sé jafnan í góðu ásigkomulagi og í traustri umsjón, allra réttinda hennar sé vel gætt og þau hagnýtt með eðlilegum og hagkvæmum hætti, kirkjunni til hagsbóta.

Kirkjan skal jafnan vera tiltæk til helgihalds fyrir Strandarkirkjusókn í nánara samráði við sóknarnefnd og sóknarprest.

Nefndin skal jafnan sjá til þess að land tilheyrandi kirkjunni verði nýtt í hennar þágu og þjóðkirkjunnar og að öðru leyti til almannaheilla.

Fjárstjórn vegna eigna kirkjunnar og áheita sé glögg og skýr og í samræmi við ákvarðanir sem Kirkjuráð kann að taka þar um.

Strandarkirkjunefnd skal sjá til þess að kirkjan sé almenningi til sýnis á sumrin og eftir nánara samkomulagi á öðrum árstímum.

Strandarkirkjunefnd ræður það starfsfólk sem nauðsyn er talin á og setur því erindisbréf.

Strandarkirkjunefnd veitir að ósk Kirkjuráðs umsögn um erindi.“

Í erindisbréfinu er fjallað um fleiri atriði t.d. fjárstjórn.

Í Strandarkirkjunefnd voru kosnir 3 aðalmenn og 3 varamenn:

Ragnhildur Benediktsdóttir, lögfræðingur, formaður, sr. Jón Ragnarsson, Eiríkur Guðlaugsson, lögfræðingur, sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli, Guðmundur S. Brynjólfsson djákni og Margrét Jónsdóttir, Gaulverjabæjarsókn.

slg


  • Kosningar

  • Samstarf

  • Kirkjuþing

Klyppsstaðir.jpg - mynd

Sumarstarf kirkjunnar

09. jún. 2023
........ í Egilsstaðaprestskalli
Hafnarfjarðarkirkja

Laust starf

08. jún. 2023
.....organista við Hafnarfjarðarkirkju
Skálholtsdómkirkja

Kosning hafin í vígslubiskupskjöri

07. jún. 2023
......hófst kl. 12:00 á hádegi