Fjölbreyttir sumartónleikar í Saurbæ

30. júlí 2024

Fjölbreyttir sumartónleikar í Saurbæ

Stephan Kaller

Síðustu tónleikar sumarsins í Hallgrímskirkju í Saurbæ verða um verslunarmannahelgina.

Sumartónleikar í kirkjunni hafa staðið yfir í átta vikur í sumar, á sunnudögum kl. 16.00.

Þetta er sjötta sumarið sem haldnir eru sumartónleikar og hefur aukinn fjöldi gesta sótt tónleikana með hverju árinu.

Að sögn Margrétar Bóasdóttur fyrrum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og ábúanda í Saurbæ þá eru tónleikagestirnir afar hrifnir af kirkjunni, hljómburði hennar og fegurð staðarins, og margir segjast vera að koma í fyrsta sinn inn í kirkjuna.

Auk sumartónleikanna skipuleggur sérstök tónleikanefnd kirkjunnar ýmsa aðra viðburði og á Hvalfjarðardögum um miðjan ágúst verða kórtónleikar þar sem margverðlaunaður þýskur stúlknakór, Pfälzische Kurrende syngur undir stjórn Carolu Bischoff, en kórinn verður á vikulöngu tónleikaferðalagi um landið.

Tónleikanefndin leitast við að hafa sem fjölbreyttasta dagskrá á hverju sumri og í ár var þar engin undantekning.

Jazz, trúbadúr, stengjakvartett, kammerkór, einsöngur og nú á lokatónleikunum er það þýskur píanisti, Stephan Kaller frá Augsburg sem leikur glæsilega efnisskrá með verkum eftir Chopin, Brahms og Liszt á flygil kirkjunnar.

„Hann mun spila Polonesur Chopins, Intermezzi Brahms og síðast en ekki síst, tvö verk eftir Franz Liszt, Legende tveggja dýrlinga, Franz frá Assisí og Franz frá Paola, sem eru verk sem ekki hljóma oft í tónleikasölum landsins“ segir Margrét.

Stephan Kaller nam píanóleik við Tónlistarháskólann í Würzburg og er dósent við Leopold Mozart College i Ágsburg.

Hann hefur haldið tónleika víða um Evrópu og hljóðritað fjóra geisladiska, nú síðast kirkjuleg verk og síðustu píanóverk Franz Liszt árið 2022.

„Aðgangseyririnn rennur til þess að efla menningarstarf við Hallgrímskirkju í Saurbæ“ segir Margrét að lokum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af listafólki sumarsins, en þann 22. júní söng söngkonan og tónskáldið SOFFÍA í Hernámssetrinu, Hlöðum.

Sunnudaginn 23. júní söng Þór Breiðfjörð við undirleik Tómasar Jónssonar á píanó og Þorgríms Jónsson ar á bassa.

Sunnudaginn 30. júní lék kammerhópurinn KVIKA.

Sunnudaginn 7. júlí lék strengjakvartettinn KORDÓ.

Sunnudaginn 14. júlí lék tríóið BLOOD HARMONY, sem saman stendur af Ösp, Björk og Erni Eldjárn.

Sunnudaginn 21. júlí söng Guja Sandholt mezzosópran, diet Tilanus lék á fiðlu og Heleen Vegter á píanó.

Síðast liðinn sunnudag þann 28. júlí lék systkinasveitin KLASSART, sem saman stendur af þeim, Fríðu Dís, Pálmari og Smára Guðmundarbörnum.

Sem áður segir mun Stephan Kaller leika á píanó næstkomandi sunnudag, þann 4. ágúst.

Um miðjan ágúst verða kórtónleikar þar sem margverðlaunaður þýskur stúlknakór, Pfälzische Kurrende syngur undir stjórn Carolu Bischoff, en kórinn verður á vikulöngu tónleikaferðalagi um landið.


Styrktaraðilar sumartónleikanna eru:

Tónlistarsjóður menningarmálaráðuneytisins, Uppbyggingarsjóður Vesturlands, Héraðssjóður Vesturlandsprófastsdæmis, Hvalfjarðarsveit, Hótel Laxárbakki og Garða og Saurbæjarprestakall.

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Hver vegur að heiman.jpg - mynd

Einlæg glíma við mannlega tilveru

05. des. 2024
...ný bók eftir sr. Vigfús Bjarna Albertsson
Matur.jpg - mynd

Hjálpumst að heima og heiman

04. des. 2024
...árleg jólasöfnun Hjálparstarfsins
HAìDEGISTOìNLEIKAR copy.png - mynd

Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?

03. des. 2024
...hádegistónleikar í Hallgrímskirkju