Forysta kirkjunnar, hjálparstarf, náttúruleg safnaðaruppbygging og fjölbreytileikinn á dagskrá

29. ágúst 2024

Forysta kirkjunnar, hjálparstarf, náttúruleg safnaðaruppbygging og fjölbreytileikinn á dagskrá

Heimir, sr. Eva, sr. Guðrún og Sigrún

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar héldu áfram í Lindakirkju í gær, miðvikudag, en þeir hafa verið mjög vel sóttir.

Forysta kirkjunnar, hjálparstarf, náttúruleg safnaðaruppbygging og fjölbreytileikinn var á dagskrá í gær.

Í eina málstofuna komu alþingismenn frá Framsóknarflokki, Samfylkingunni, Vinstri grænum, Viðreisn og Sjálfstæðisflokki þar sem rætt var um kirkjuna og stjórnmál.

Dagskráin hófst með helgistund kl. 17:30.

Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Edit A. Molnár, organisti sáu um helgistundina.

Hugrún Birna Hjaltadóttir lék á fiðlu.

Bryndís Embla Einarsdóttir, Ásta Björg Jónsdóttir og Guðrún Birna Sveinbjörnsdóttir félagar úr Unglingakór Selfosskirkju leiddu sálmasöng.

 

Klukkan 18:00 hófust svo málstofurnar.

Erindi og umræður voru í þrem fundarrýmum, kirkjunni, safnaðarheimilinu og kennslustofunni.

Þau voru vel sótt.

Fyrsta málstofan bar yfirskriftina:

Forysta og kirkjan – guðfræðingar ræða forystu

Málstofustjóri var sr. Arna Grétarsdóttir.

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson flutti erindi um umbreytandi forystu í fornöld og ræddi um Cicero, Pál postula og Seneca.

Þá flutti dr. Skúli S. Ólafsson erindi um boðleiðir og skipurit sjálfstæðrar Þjóðkirkju.


Í kennslustofunni var málstofa um hjálparstarf kirkjunnar erlendis.

Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri og Bjarni Gíslason, framkvæmdarstjóri Hjálparstarfs kirkjunnar ræddu um þetta mikilvæga málefni.

Í safnaðarheimilinu var málstofa um Syngjandi kirkju í Langholtshverfi.

Halldóra Eyjólfsdóttir sjúkraþjálfari og söngvari, Ágústa Jónsdóttir, tónmenntakennari og kórsöngvari og Finnur Ágúst Ingimundarson, íslenskufræðingur og kórsöngvari sáu um þessa málstofu.


Kl. 19:00 var haldið áfram að ræða um forystu og kirkju.

Nú var hugmyndafræði þjónandi forystu í fyrirrúmi.

Málstofustjóri var dr. Skúli S. Ólafsson, en það var dr. Sigrún Gunnarsdóttir sem flutti erindi sem hún nefndi: Á hverju byggir þjónandi forysta?

Þá flutti sr. Arna Grétarsdóttir erindið: Viðhorf presta þjóðkirkjunnar til þjónandi forystu.

 

Pétur Markan sá um málstofu í safnaðarheimilinu og fékk til sín alþingismenn frá Framsóknarflokki, Samfylkingunni, Vinstri grænum, Viðreisn og Sjálfstæðisflokki.

Þar var rætt um þjóðkirkjuna og stjórnmálin – samferða að friðsælli veröld.

Í kennslustofunni var áfram málstofa frá Hjálparstarfi kirkjunnar á Íslandi.

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona og Svavar Hávarðsson, fræðslu- og upplýsingarfulltrúi fluttu erindi.

 

Kl. 20:00 var þriðja málstofan um forystu og kirkju.

Málstofustjóri var dr. Sigrún Gunnarsdóttir.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og Heimir Hannesson sáu um samtal um framtíðarsýn.

 


Á sama tíma ræddu sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen um trúarlega skynjun og náttúrulega safnaðaruppbyggingu.



Í Safnaðarheimilinu ræddu sérþjónustuprestarnir sr. Sigrún Óskarsdóttir og sr. Guðný Hallgrímsdóttir um þjónustu kirkjunnar í fjölbreytileikanum.



Dagskrá gærdagsins lauk með helgistund kl. 21:00 sem sr. Dagur Fannar Magnússon sá um.

Kl. 21:30 var síðan kvöldvaka að hætti Kristilegs Stúdentafélags.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Lindakirkju í gær.

 

slg



Myndir með frétt

  • Biblían

  • Guðfræði

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir

Sr. Þuríður Björg ráðin

04. sep. 2024
...í Hafnarfjarðarprestakall
Auglýsing- Guðný.png - mynd

Hausttónleikaröð tekur við af sumartónleikaröð

04. sep. 2024
...opnun á sýningunni Hallgrímshorfur
Haukur Guðlaugsson

Andlát

04. sep. 2024
...Haukur Guðlaugsson látinn