Sálmasaga og íslenskar sálmabækur 1555-2022

30. ágúst 2024

Sálmasaga og íslenskar sálmabækur 1555-2022

Sálmasaga dr. Einars Sigurbjörnssonar

Bókin Sálmasaga og íslenskar sálmabækur 1555–2022 eftir dr. Einar Sigurbjörnsson er komin út.

Einar Sigurbjörnsson var fæddur þann 6. maí árið 1944, en hann lést þann 20. febrúar árið 2019.

Hann þjónaði sem sóknarprestur á Ólafsfirði, Hálsi í Fnjóskadal og á Reynivöllum í Kjós.

Hann lauk doktorsprófi frá Lundarháskóla árið 1974 og kenndi við Guðfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 1975 allt til ársins 2014, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Hann var forystumaður í kirkjunni gegnum störf sín í handbókarnefnd og sálmabókarnefnd, enda mikill áhugamaður um sálmahefð Íslendinga.

Sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir, ekkja dr. Einars, bjó bókina til prentunar en hún er hluti af stærra ritverki sem Einar vann að þegar hann lést.

Þessi hluti verksins var þá fullmótaður og fjallar um sálmasögu, sálmafræði og flestar íslenskar sálmabækur sem komið hafa út á íslensku.

Bókin er 94 blaðsíður, henni fylgir formáli útgefanda og ítarleg heimildaskrá auk þess sem fjallað er stuttlega um höfundinn í eftirmála.

Bókin hefur að geyma mikinn fróðleik um íslenska sálma, sálmasöng og sálmaútgáfu.

Hún er mikill fengur fyrir öll þau sem hafa áhuga á íslenskum sálmum og sögu þeirra.

Hún er fáanleg í Kirkjuhúsinu og hjá Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Háteigskirkju.


slg


Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Prestar og djáknar

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Trúin

  • Útgáfa

  • Fræðsla

Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir

Sr. Þuríður Björg ráðin

04. sep. 2024
...í Hafnarfjarðarprestakall
Auglýsing- Guðný.png - mynd

Hausttónleikaröð tekur við af sumartónleikaröð

04. sep. 2024
...opnun á sýningunni Hallgrímshorfur
Haukur Guðlaugsson

Andlát

04. sep. 2024
...Haukur Guðlaugsson látinn