Bæna og kyrrðarstundir vegna áfalla víða um land

19. september 2024

Bæna og kyrrðarstundir vegna áfalla víða um land

Samsett mynd frá mbl.is

Bæna og kyrrðarstundir eru nú haldnar víða um land vegna áfalla sem hafa verið í þjóðfélaginu að undanförnu.

Í gær var samvera í Miðdalskirkju vegna banaslyss sem var á Selfossi.

Í gær sagði kirkjan.is frá bæna og kyrrðarstund sem verður í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 18:00 í dag vegna áfalla í samfélaginu.

Í kvöld kl. 21:00 verður bæna og samverustund í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal vegna mannshvarfs þaðan úr bænum.

Mun stundin fara fram bæði á ensku og íslensku.

Leitin að Benedek Incze, sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt mánudags, hefur enn ekki borið árangur.

Benedek er frá Ungverjalandi en var búsettur í Vík og starfaði þar.

 

Biðjum saman og tölum saman.

Sr. Jóhanna Magnúsdóttir hefur nýhafið störf sem sóknarprestur í Vík í Mýrdal.

Hún mun leiða stundina sem haldin verður í kvöld og segir:

„Við komum saman, kveikjum á bænaljósi, hlustum á tónlist, biðjum saman og síðast en ekki síst: tölum saman“

segir í tilkynningu frá Víkurprestakalli.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju