Gul messa í Guðríðarkirkju

24. september 2024

Gul messa í Guðríðarkirkju

Hrafnkatla Valgarðsdóttir og Sirrý Gunnarsdóttir syngja

Sunnudaginn 22. september fór fram svo kölluð Gul messa í Guðríðarkirkju.

Tilefnið var átak félagasamtaka og stofnana sem vinna saman að geðheilbrigðismálum og sjálfsvígsforvörnum í gulum september.

Guðsþjónustan var helguð þessum alvarlega málaflokki og dró tónlistin, bænir, ritningarlestrar og prédikun, dám af því.

Beðið var sérstaklega fyrir öllum þeim sem hafa látið lífið af þessum orsökum og einnig fyrir öllum þeim fjölmörgu sem um sárt eiga að binda, vegna þessa, sem og af hinum þungu áföllum sem orðið hafa undanfarnar vikur.

Í lok guðsþjónustunnar gafst fólki kostur á því að kveikja á kertum til minningar um öll þau sem horfin eru frá okkur.

Fjölmörg lögðu leið sína til kirkju á þessum fallega haustdegi eða vel á annað hundrað manns.

Sr. Leifur Ragnar Jónsson sóknarprestur þjónaði fyrir altari og prédikaði.

Kór Guðríðarkirkju söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur sem einnig lék undir á píanó og orgel.

Tvær kórkvenna sungu einsöng, þær Hrafnkatla Valgeirsdóttir og Sirrý Gunnarsdóttir.

Lovísa Guðmundsdóttir var kirkjuvörður og meðhjálpari og hún tók meðfylgjandi myndir úr guðsþjónustunni.

Að sögn Leifs Ragnars verður messuhlé um næstu helgi vegna viðhaldsframkvæmda við kirkjuna, en nú stendur til að mála hana að innan.

„Það hefur ekki verið gert frá vígslu hennar árið 2008“ segir Leifur Ragnar og bætir við:

„Um leið mun kór, prestar og starfsfólk Guðríðarkirkju leggja land undir fót og fara í söng og messuferðalag til Færeyja.

Kórinn mun syngja í Klaksvík með kór Klaksvíkurkirkju laugardaginn 28. september og svo við guðsþjónustu í Havnarkirkju með kór Havnarkirkju sunnudaginn 29. september.

Hauststarf Guðríðarkirkju er annars komið í fullan takt og góð þátttaka í öllu starfi sem hún býður upp á.

Það gefur svo sannarlega góð fyrirheit um vetrarstarfið“ sagði Leifur Ragnar að lokum.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kærleiksþjónusta

Biskup Íslands með Litlu gulu peysuna

Biskup Íslands prjónaði Litlu gulu peysuna

04. okt. 2024
...Litla gula peysan prjónuð í Langholtskirkju til styrktar Lífsbrú
Jónas og Hallveig

Bleikur október byrjar vel

04. okt. 2024
...í Bústaðakirkju
Seltjarnarneskirkja

Mikið um að vera í Seltjarnarneskirkju í október

04. okt. 2024
...Seltjarnarnessókn 50 ára