Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

8. nóvember 2024

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Sunnudaginn 3. nóvember sótti hress hópur nemenda úr 3-B, Verslunarskóla Íslands, messu í Grensáskirkju, ásamt kennara sínum, Ármanni Halldórssyni.

Tilefnið var að kynna sér starf kirkjunnar í tengslum við námsefni um trúmál í heimspeki.

Að messu lokinni átti hópurinn spjall við Þorvald Víðisson og Bryndísi Böðvarsdóttur presta í Fossvogsprestakalli, þar sem ýmis atriði úr messuformi og trúariðkun voru rædd.

Farið var yfir hvernig sálmar og ritningartextar í messum tengjast árstíma, þátttöku safnaðarmeðlima í messuhaldi, tónleikahald í kirkjum og margt fleira.

Að sögn Þorvaldar voru nemendurnir áhugasamir og var samtalið fróðlegt og skemmtilegt.

Á vef Verslunarskólans segir meðal annars:

„Hópurinn kvaddi kirkjuna með gott vegarnesti til íhugunar og heimspekilegrar úrvinnslu.“

slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Aðventukrans.jpg - mynd

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóv. 2024
...í Bústaðakirkju