Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóvember 2024

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Um síðustu helgi var hin árlega hátíð eldri fermingarbarna haldin í Hafnarfjarðarkirkju.

Allt frá árinu 1990 hefur sú hefð haldist óslitið að bjóða 50, 60 og 70 ára fermingarárgöngum kirkjunnar í messu og hádegisverð á eftir.

Í ár bættist við heiðursgestur, Hólmfríður Jóhannesdóttir, sem átti 80 ára fermingarafmæli síðastliðið vor, .

Hátíðin hófst með þátttöku fermingarafmælisbarnanna í messu þar sem þau tóku þátt í söng og lestrum.

Magnús Gunnarsson, formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju og 60 ára fermingarafmælisbarn flutti hugvekju þar sem hann rifjaði upp minningar úr barnæsku, fjallaði um mikilvægi trúar á uppvaxtarárum og hvað margt hefði breyst á síðustu áratugum í samfélagi okkar.

Helga Birna Gunnarsdóttir og Egill Friðleifsson, 70 ára fermingarafmælisbörn lásu ritningarlestra.

Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju þjónaði fyrir altari og Kári Þormar lék á orgel og stýrði Barbörukórnum sem söng.

Eftir messuna var farið yfir í safnaðarheimilið Hásali þar sem snæddur var léttur hádegisverður og rifjaðar upp skemmtilegar sögur.

Glatt var á hjalla enda margt um að spjalla.

Í lok messunnar gafst svo kostur á myndatökum með hverjum hóp fyrir sig.

Að sögn Jónínu er tilgangurinn með slíkum samverustundum fyrst og fremst sá að fólk komi saman í tilefni þessara tímamóta í lífi þess, minnist fermingarinnar og styrki tengslin við kirkjuna sína.

Myndirnar af hópunum má sjá hér fyrir neðan.

Mynd 1: 50 ára fermingarafmælisbörn.

Mynd 2: 60 ára fermingarafmælisbörn.

Mynd 3: 70 ára fermingarafmælisbörn.

Mynd 4: Heiðursgesturinn Hólmfríður Jóhannesdóttir sem átti 80 ára fermingarafmæli.

Með henni á myndinni er Kári Þormar organisti Hafnarfjarðarkirkju.

Mynd 5: Magnús Gunnarsson formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju.

Mynd 6: Helga Birna Gunnarsdóttir og Egill Friðleifsson.

 

slg



Myndir með frétt

  • Ferming

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Eldri borgarar

Prestur og biskup Íslands

Gamalli hefð haldið við

02. des. 2024
...messa í Háskólakapellunni á fullveldisdaginn
Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.