Hverfa til annarra starfa

6. janúar 2025

Hverfa til annarra starfa

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Grensáskirkja var þéttsetin í kveðjumessu Maríu Guðrúnardóttur Ágústsdóttur fráfarandi sóknarprests Fossvogsprestakalls og Daníels Ágústs Gautasonar fráfarandi æskulýðsprests, sem fram fór í gær, sunnudaginn 5. janúar 2025 kl. 11:00.

María prédikaði og þjónaði fyrir altari eftir prédikun, ásamt Daníel Ágústi.

Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista.

Þorvaldur Víðisson og Bryndís Böðvarsdóttir prestar í Fossvogsprestakalli þjónuðu fyrir altari fram að prédikun, ásamt messuþjónum.

María hefur nú verið ráðin sóknarprestur í Reykholtsprestakalli í Borgarfirði og hefur þegar hafið störf.

Daníel Ágúst hefur verið ráðinn prestur við Lindakirkju í Kópavogi, í afleysingum fram á sumar.

Í lok guðsþjónustunnar þakkaði Erik Pálsson formaður sóknarnefndar Grensáskirkju þeim Maríu og Daníel Ágústi samstarfið og dýrmæt störf í prestakallinu.

Þórður Mar Sigurðsson formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju var einnig viðstaddur og þakkaði samstarf og dýrmæta þjónustu.

Sóknarnefndin bauð til kaffisamsætis að athöfn lokinni í safnaðarheimili Grensáskirkju.


Á myndunum sem fylgja hér með eru:

Erik Pálsson, formaður sóknarnefndar Grensáskirkju, Þórður Mar Sigurðsson, formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju, Sigurður Rúnar Ragnarsson prestur í Fossvogsprestakalli, Daníel Ágúst Gautason, Þorvaldur Víðisson, Eva Björk Valdimarsdóttir fyrrum prestur í Fossvogsprestakalli, sem nú gegnir starfi biskupsritara, María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og Bryndís Böðvarsdóttir.

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju