Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

5. maí 2025

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

Sr. Karen Hjartardóttir

Nýlega auglýsti biskup Íslands eftir þjónustu sóknarprests í Setbergsprestakalli.

Valnefnd prestakallsins hefur valið Karen Hjartardóttur, prest í Bjarnanesprestakalli í starfið.


Karen Hjartardóttir er fædd árið 1992 á Akranesi og ólst upp á Snæfellsnesi.

Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorið 2012 og hóf nám við Guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands haustið 2012.

Þaðan útskrifaðist hún með mag. theol. próf veturinn 2018.

Karen vígðist þann 12. febrúar árið 2023 til Bjarnanesprestakalls.

Sambýlismaður hennar er Mikkel Gammelmark og eiga þau saman ellefu ára gamlan son.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember
Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn