Fasteignasvið

Fasteignasvið sinnir umsýslu með fasteignir kirkjumálasjóðs undir yfirstjórn kirkjuráðs og fasteignanefndar þjóðkirkjunnar.

Fasteignirnar eru prestsbústaðir í þéttbýli, prestssetursjarðir og aðrar jarðir, aflögð prestssetur, skrifstofu,- verslunar- og þjónustuhúsnæði og íbúðarhúsnæði. Meginviðfangsefni sviðsins eru leiga og útleiga fasteignanna, umsjón viðhaldsframkvæmda og margvísleg hagsmuna- og réttindagæsla. Þá er sóknum veitt ráðgjöf vegna viðhalds kirkjubygginga og byggingarframkvæmda.

Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs gegnir jafnframt starfi sviðsstjóra fasteignasviðs. Sviðsstjóri sinnir daglegri yfirstjórn fasteignasviðs, auk þess að sinna margvíslegri stjórnsýslu og hagsmunagæslu vegna fasteignanna. Sviðsstjóri hefur einnig með höndum leigumálefni, tryggingar, stjórnsýslu og hagsmunagæslu. Á fasteignasviði starfar jafnframt Arnór Skúlason, arkitekt, verkefnisstjóri verklegra framkvæmda. Hann hefur með höndum umsjón viðhaldsframkvæmda á fasteignum kirkjumálasjóðs auk skipulagsmála, úttekts jarða og prestsbústaða og gæslu á ósetnum fasteignum.