Sálmafoss

SÁLMAFOSS 

Föstudagurinn 30. ágúst kl. 16:30-22:00 í Lindakirkju.

Það hafa 18 kórar af öllu landinu skráð sig til leiks sem munu syngja úrval úr nýju sálmabókinni ásamt einsöngvurum og Kirkjuórnum. Dagskráin verður í beinu streymi.

Kórar sem taka þátt í Sálmafossi.

Karlakór KFUM
Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna
Kór Áskirkju
Kór Egilsstaðakirkju
Kór Grafarvogskirkju
Kór Ísafjarðarkirkju
Kór Keflavíkurkirkju
Kór Kópavogskirkju
Kór Lindakirkju
Kór Njarðvíkurkirkju
Kór Selfosskirkju
Kór Vídalínskirkju
Kór Víðistaðakirkju
Ljósbrot, kvennakór KFUK
Seimur, kór Ástjarnarkirkju
Sönghópurinn við Tjörnina
Vox Gospel
Vox Populi

Þá verða með söngkonurnar
Kirstín Erna Blöndal og Ragnheiður Gröndal 

 

KIRKJUKÓRINN

Allir sem vilja geta tekið þátt í Kirkjukórnum sem syngur á Sálmafossinum og við hátíðarhelgistundina á laugardeginum kl. 16:00. Hver sem er getur skráð sig til þátttöku á netfangið songmalastjori@kirkjan.is . Sendar verða út hljóðskrár og nótur til þeirra sem taka þátt.

Liljan

Heiðursviðurkenningin Liljan verði afhend föstudaginn 30. ágúst kl 15:00. Þetta árið er hún veitt til fulltrúa í kirkjukórum landsins sem hafa sungið í kirkjukórum í 30 ár eða lengur. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir mun veita viðurkenninguna.