Sálmur 958
- Kom til mín hljótt!
- Ég einn er Guð.
Ólafur Jóhannesson
Sálmur 959
- Hin stöðuga ást Drottins Guðs aldrei endar.
- Náð hans aldrei að eilífu dvín.
- Hún er ný sérhvern morgun, ný sérhvern morgun.
- Mikil er trúfesti þín, ó, Guð.
- Mikil er trúfesti þín.
Hlj 3.23
Sálmur 960
- 1. Mér er fyrirgefið,
- Drottinn gaf sitt líf.
- Þér sé dýrð og vegsemd,
- mín er krossins hlíf.
- 2. Leiðir mig og styrkir,
- lausnari ertu minn.
- Þér sé dýrð og vegsemd,
- lífgar andi þinn.
- 3. Þarf ég ei að óttast,
- því þú ert mér.
- Þér sé dýrð og vegsemd,
- þér ég treysta má.
Gísli Jónasson
Sálmur 961
- Ég trúi og treysti á þig, Guð.
- Þú heyrir rödd mína og þekkir mig, þú ert hér hjá mér.
John I. Bell Arngerður María Árnadóttir
Sálmur 962
- 1. Guð, gef frið og frelsi á jörðu,
- Guð, lát friðinn ríkja hér á jörð.
- 2. Guð, lát friðinn ríkja á jörðu,
- Guð, gef frið og frelsi í hjarta mér.
- Dona nobis pacem in terra,
- dona nobis pacem, Domine.
John I. Bell Arngerður María Árnadóttir