Sálmar

Sálmur 955

 • Mín sála hvílist einum Guði hjá,
 • frá honum kemur hjálp.
 • Aðeins í guði hvílist sála mín
 • og hún öðlast frið.
 • Mon ame se repose en paix sur Dieu seul:
 • de lui vient mon salut.
 • Oui, sur Dieu seul mon ame se repose,
 • se repose en paix.
Sbr. Slm 62.2 – Frá Samfélaginu í Taizé – Jón Ólafur Sigurðsson

Sálmur 956

 • Ekkert að óttast, áhyggjur víki,
 • Drottinn mun vernd og náð sína veita.
 • Ekkert að óttast, áhyggjur víki.
 • Guð mun vel fyrir sjá.
 • Nada te turbe, nada te espante:
 • quien a Dios tiene nada le falta.
 • Nada te turbe, nada te espante:
 • sólo Dios basta.
St. Theresa frá Avíla – Ólafur Jóhannsson

Sálmur 957

 • Að kvöldi hröðum við okkur
 • í leitinni að lífsins vatni,
 • löngunin okkur lýsir leið,
 • löngunin okkur lýsir leið.
 • Í eyðimörk lífsins finn ég
 • að Guð svalar sálu minni
 • tærar við lindir lifandi vatns,
 • tærar við lindir lifandi vatns.
 • De noche iremos, de noche
 • que para encontrar la fuente,
 • sólo la sed nos alumbra,
 • sólo la sed nos alumbra.
Frá Taizé – Gunnar Gunnarsson

Sálmur 958

 • Kom til mín hljótt!
 • Ég einn er Guð.
Ólafur Jóhannesson

Sálmur 959

 • Hin stöðuga ást Drottins Guðs aldrei endar.
 • Náð hans aldrei að eilífu dvín.
 • Hún er ný sérhvern morgun, ný sérhvern morgun.
 • Mikil er trúfesti þín, ó, Guð.
 • Mikil er trúfesti þín.
Hlj 3.23 –

Sálmur 960

 • 1. Mér er fyrirgefið,
 • Drottinn gaf sitt líf.
 • Þér sé dýrð og vegsemd,
 • mín er krossins hlíf.
 • 2. Leiðir mig og styrkir,
 • lausnari’ ertu minn.
 • Þér sé dýrð og vegsemd,
 • lífgar andi þinn.
 • 3. Þarf ég ei að óttast,
 • því þú ert mér.
 • Þér sé dýrð og vegsemd,
 • þér ég treysta má.
Gísli Jónasson

Sálmur 961

 • Ég trúi og treysti á þig, Guð.
 • Þú heyrir rödd mína og þekkir mig, þú ert hér hjá mér.
John I. Bell – Arngerður María Árnadóttir

Sálmur 962

 • 1. Guð, gef frið og frelsi á jörðu,
 • Guð, lát friðinn ríkja hér á jörð.
 • 2. Guð, lát friðinn ríkja á jörðu,
 • Guð, gef frið og frelsi í hjarta mér.
 • Dona nobis pacem in terra,
 • dona nobis pacem, Domine.
John I. Bell – Arngerður María Árnadóttir