Sálmur

Sálmur 6

  • Drottinn, ó, Drottinn vor,
  • dagarnir líða,
  • allt er að breytast, en aldrei þú.
  • Ver þú oss veikum hjá,
  • vernda þína arfleifð.
  • Líknandi hendi, ó, leið oss nú.
  • Drottinn, ó, Drottinn vor,
  • drag oss æ nær þér,
  • lífið hið eina' er hjá einum þér.
  • Þar veitir þú oss frið,
  • þróttinn til að lifa,
  • sigurvon eilífa eignumst vér.
  • Drottinn, ó, Drottinn vor,
  • dýrð þína að efla,
  • göfga þig einan æ gef oss náð,
  • vinna þitt verk á jörð,
  • vera þér til dýrðar,
  • vegsama nafn þitt um lög og láð.
Níels Steingrímur Thorláksson