Sálmur 7
- Ó, hvað þú, Guð, ert góður,
- þín gæska' og miskunn aldrei dvín.
- Frá lífi minnar móður
- var mér æ nálæg aðstoð þín.
- Mig ávallt annast hefur
- og allt mitt blessað ráð,
- og mér allt gott æ gefur,
- ó, Guð, þín föðurnáð.
- Það mér úr minni' ei líði,
- svo mikli' eg nafnið þitt
- og þér af hjarta hlýði,
- þú hjartans athvarf mitt.
Sb. 1871 - Páll Jónsson