Sálmur

Sálmur 11

 • Drottinn Guð, þitt dýra nafnið skæra
 • dýrka ber og veita lotning tæra.
 • Hver tunga, vera
 • skal vitni bera,
 • að voldug eru
 • þín ráð og þér þakkir færa.
 • Guð er Guð, þótt veröld væri eigi,
 • verður Guð, þótt allt á jörðu deyi.
 • Þótt farist heimur
 • sem hjóm og eimur,
 • mun heilagt streyma
 • nýtt líf um geim, Guðs á degi.
 • Björgin hrynja, hamravirkin svíkja,
 • himinn, jörð og stjörnur munu víkja,
 • en upp mun rísa,
 • og ráð hans prísa,
 • hans ríki vísa
 • og ljósið lýsa og ríkja.
Dass - Sigurbjörn Einarsson