Sálmur

Sálmur 26

 • Nú gjaldi Guði þökk
 • hans gjörvöll barnahjörðin,
 • um dýrð og hátign hans
 • ber himinn vott og jörðin.
 • Frá æsku vorri var
 • oss vernd og skjól hans náð,
 • og allt vort bætti böl
 • hans blessað líknarráð.
 • Vor Guð, sem gjörvallt á,
 • oss gefi snauðum mönnum
 • í hjörtun æðstan auð
 • af andans gæðum sönnum,
 • í náð og sátt við sig
 • oss seka taki hann
 • og leiði loks til sín
 • í ljóss og dýrðar rann.
 • Guð faðir, þökk sé þér
 • og þínum dýrsta syni
 • og æðstum anda skýrð
 • af engla' og manna kyni.
 • Þitt vald, sem var og er
 • og verður alla tíð,
 • sé heiðrað hátt um jörð
 • og himin ár og síð.
Rinckart - Sb. 1886 - Helgi Hálfdánarson