Sálmur

Sálmur 30

  • Lof sé þér, Guð, þín líkn ei þver,
  • lind allrar gæsku, dýrð sé þér.
  • Lof þér, sem veitir hjálp og hlíf,
  • himneska svölun, eilíft líf.
  • Lofar þig sól, þér lýtur jörð.
  • Lífið þér færir þakkargjörð,
  • blessi þitt nafn um eilíf ár:
  • Einn sannur Guð og faðir hár.
Sigurbjörn Einarsson