Sálmur

Sálmur 64

 • Vakna, Síons verðir kalla,
 • ó, vakna, hljómar röddin snjalla,
 • þú Jerúsalem, borg Guðs, brátt.
 • Hyggin vert og hugsa eigi,
 • að hér til hvíldar bjóða megi,
 • þótt yfir standi aldimm nátt.
 • Sjá, Herrann kemur kær,
 • kom, brúður, honum nær.
 • Blys lát brenna
 • og gleðst í lund,
 • á Guðs þíns fund
 • hann leiðir þig við ljúfa mund.
 • Síon hljóminn helga nemur,
 • sig hún í skyndi býr og kemur
 • og ástvin breiðir arma mót.
 • Sjá, hann birtist, son Guðs fríður,
 • í sannleiksvaldi, náðarblíður,
 • sú morgunstjarna' og meinabót.
 • Þú, Herra', ens hæsta son,
 • vor huggun, gleði' og von.
 • Hósíanna!
 • Með fögnuð vér
 • nú fylgjum þér
 • í himnadýrð, sem eilíf er.
 • Eilíft lof með einum rómi
 • þér inna skal, Guðs dýrðarljómi,
 • með englum sælum uppi þar,
 • þar sem lífsins geislar glitra
 • frá guðdómstóli hins alvitra,
 • sem með sér ann oss eilífðar.
 • Hvað auga aldrei sá
 • og eyra mátti' ei ná,
 • vér nú sjáum.
 • Ó, Herra, þér,
 • sem hjörtun sér,
 • um eilífð syngjum vegsemd vér.
Nicolai - Sb. 1871 - Stefán Thorarensen