Sálmur

Sálmur 262

  • Ó, himnafaðir, hjá oss ver,
  • og hjónin ungu tak að þér,
  • er vinna glöð sín heilög heit,
  • þeim hjálp og styrk og gæfu veit.
  • Hér tengjast sálir, hendi hönd,
  • ó, helga þeirra tryggðabönd.
  • Gef þeim að starfa í elsku eitt,
  • þú einn þá blessun getur veitt.
  • Og bústað þeirra blessa þú,
  • ó, besti faðir, auk þeim trú.
  • Þinn andi vaki yfir þeim
  • um alla tíma og leiði heim.
  • Og þú, sem átt á öllu ráð,
  • og ómælt veitir þína náð,
  • lát helgast sérhvert hjónaband
  • til heilla fyrir þjóð og land.
Runeberg - Sigurjón Guðjónsson