Sálmur

Sálmur 263

 • Vor Guð, í Jesú nafni nú
 • hér nálgast þig í von og trú
 • þín börn á brúðkaupsdegi.
 • Ó, heyr þau biðja bljúg um náð
 • og blessun þína' og hjálparráð
 • og leiðsögn lífs á vegi.
 • Faðir, faðir,
 • vík ei frá þeim, ver þú hjá þeim,
 • veit þau finni
 • gleði' og frið í gæslu þinni.
 • Lát hjúskap þeirra helgast þér,
 • í hjörtum þeirra máttkur ver
 • með þínum ástaranda,
 • lát sálir þeirra samtengjast
 • í sönnum hjónakærleik fast
 • og heitorð stöðug standa.
 • Faðir, faðir,
 • veg þinn fetað veit þeim geta,
 • veit þau unni
 • heitt þér æ af hjartans grunni.
Sb. 1886 - Helgi Hálfdánarson