Sálmur

Sálmur 264

  • Heyr börn þín, Guð faðir, sem biðja þig nú,
  • að blessuðum faðmi sig umvefjir þú.
  • Ó, seg: "Verið hugrökk, mín vernd ykkur ver,
  • ég veg ykkar greiði, ég stoð ykkar er."
  • Þinn friður og náð þeirra farsæli ráð.
  • Þú eilífi Guðs son, er heims bættir hag,
  • ver hjá þessum brúðhjónum gestur í dag.
  • Ó, seg: "Ykkar heimilis vinur ég verð
  • og vörður og leiðtogi á ævinnar ferð."
  • Þinn friður og náð þeirra farsæli ráð.
  • Það hjartnanna samfélag helgaðu þér,
  • Guð heilagur andi, sem byrjað nú er.
  • Ó, seg: "Fetið blessuð hvert samleiðarspor
  • og sílifið blessunar indælast vor."
  • Þinn friður og náð þeirra farsæli ráð.
  • Þú háttlofuð þrenning, lát hjúskaparstétt
  • með hvers konar dyggðum þig vegsama rétt.
  • Ó, seg: "Öllum hjónum, sem hjálp mína þrá
  • og hjörtun mér gefa, ég miskunn vil tjá."
  • Þinn friður og náð þeirra farsæli ráð.
Sb. 1886 - Helgi Hálfdánarson