Sálmur

Sálmur 716

 • Kærleikans faðir, allri hugsun ofar,
 • auðmjúk vér krjúpum og þig biðjum heitt:
 • Gef þessum börnum ást, sem aldrei svíkur,
 • ást sem í hjörtum tveimur slær sem eitt.
 • Kærleikans faðir, ver þeim tákn og vissa
 • vonar í trú, sem reist á bjargi er,
 • veittu þeim styrk og þolgæði í þrautum,
 • þrek því að mæta, sem að höndum ber.
 • Veit þeim þá gleði', er geislum lýsir harma,
 • gef þeim þann frið, sem kyrrir æviél;
 • gef þeim að rísi' í ástum endurbornum
 • eilífðarmorgunn fagur bak við hel.
Guerney - Lárus H. Blöndal