Sálmur 717
- Hve gott og fagurt og indælt er
- með ástvin kærum á samleið vera!
- Þá gleði tvöfalda lánið lér
- og léttbært verður hvern harm að bera.
- Já, það, er kætir oss best og bætir
- hvert böl, sem mætir,
- er einlæg ást.
- Hve gott að treysta þeim ástvin er,
- sem engu barnanna sinna gleymir.
- Hann man oss einnig, er eldumst vér,
- því ávallt lindin hans kærleiks streymir.
- Já, það, er kætir oss best og bætir
- hvert böl, sem mætir,
- er trúin traust.
Grundtvig - Helgi Hálfdánarson