Sálmur

Sálmur 719

  • Nú skrúða grænum skrýðist fold
  • og skæru augun ljóma
  • er fagna blómin frelsi' úr mold
  • og frosts og vetrar dróma.
  • Nú barna raddir blíðar tjá
  • að birtan sigrað hefur
  • og allt í náð umvefur.
  • Í laufi fuglinn, lamb í hjörð
  • og lóa frjáls í heiði
  • þá lofgjörð inna lífs sem jörð
  • á löngum vetri þreyði.
  • Af gleði óma götur, torg
  • og gleði birtir sanna
  • öll önn og iðja manna.
  • Þú Guð, sem sumar gefur jörð
  • og gleði barna þinna,
  • gef allri þinni eignarhjörð
  • þá elsku' og gleði' að finna
  • og lúta þér í lotning, trú,
  • að lífi öllu hlúa,
  • sem systkin saman búa.
Karl Sigurbjörnsson