Sálmur

Sálmur 904

 • Ég á vin sem veit og skilur,
 • virðir allar sorgir, þrár,
 • leiðir mig þótt ljósti harmur,
 • læknar víl og hjartasár.
 • Ég á vin sem hljóður hlustar,
 • hlýjan faðminn opnar mér.
 • Miskunn sinni mig umvefur,
 • mína bresti alla sér.
 • Viðlag: Kenn mér, Jesús, þér að þakka
 • þína trú og bænagjðrð.
 • Yfir mér og í mér vaki
 • elskan þín á himni og jörð.
 • Ég á vin sem æ mig styður
 • og mér fylgir hverja þraut,
 • eflir von svo auðsýnt fái
 • elsku sanna, förunaut.
 • Ég á vin sem biður, blessar,
 • blessun fylgir nafni hans.
 • Í hans nafni nafni ég þáði,
 • náðargjöf, minn sigurkrans.
 • Viðlag: Kenn mér, Jesús, þér að þakka
 • þína trú og bænagjðrð.
 • Yfir mér og í mér vaki
 • elskan þín á himni og jörð.
Birgir Ásgeirsson