Samkirkjumál

Þjóðkirkjan tekur þátt í marvíslegu samkirkjulegu - og alþjóðlegu samstarfi,

Samkirkjumál og erlent samstarf

Verksvið

Þjóðkirkjan tekur þátt í samkirkjulegu (ekumenisku) starfi bæði erlendis og á Íslandi. Þjóðkirkjan er aðili að ýmsum heildarsamtökum kirkna og kirknstofnunum. Þjóðkirkjan er stofnaðili Lútherska heimssambandsins (1947); Alkirkjuráðsins (1948); Norræna samkirkjuráðsins (1949); Kirknasambands Evrópu (1964) og Porvoo-kirknasambandsins (1995).

Samkirkjunefnd

Biskup Íslands er yfirmaður samkirkjumála þjóðkirkjunnar. Honum til stuðnings er Samkirkjunefnd þjóðkirkjunnar, sem starfar samkvæmt starfsreglum nr. 1006/2005 frá Kirkjuþing.  Formaður nefndarinnar er séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir.

Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga

Þjóðkirkjan er aðili að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga, sem er samvinnuvettvangur kristinna kirkna og kirkjulegra hreyfinga á Íslandi. Aðild að þessari nefnd eiga: Aðventistar, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristkirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn, Betanía og Þjóðkirkjan. Fulltrúar þjóðkirkjunnar eru: María Ágústsdóttir og Arna Grétarsdóttir.

Porvoo-samþykktin

Hægt er að lesa Porvoo-samþykktina hér  á vefnum.

Charta Oecumenica

Hægt er að lesa Charta oecumenica í íslenskri þýðingu hér á vefnum

Alþjóðlegt samstarf

Heimsþing Lútherska heimssambandsins 2017
Lútherska heimssambandið The Lutheran World Federation
Heimsráð kirkna World Council of Churches

Kirknaráð Evrópu The Conference of European Churches