Trú.is

Íkón Íslands

Meðan byggð helst í landi og heimi teiknar þessi helgidómur himinlínu Reykjavíkurborgar og turnspíran mun benda beint upp í himininn. Coronaveirur munu fara um heiminn, heimsbyggðin er við ýmis mörk sem verður að virða. En vonaróður lífsins verður tjáður og sunginn áfram í þessari kirkju meðan lífið lifir. Mæramenning Íslendinga er til lífs. Guð er nærri.
Predikun

Vatnið og tuttugasta og þyrsta öldin

Allt líf þarfnast vatns og við þurfum að gæta þess. Sigurður Árni Þórðarson, Hallgrímskirkjuprestur, hefur mikinn áhuga á vatni. Á þriðjudögum í hádeginu talar hann um vatn í veröldinni, menningu, trúarbrögðum og framtíð. Hljóðskrá er einnig á https://www.hallgrimskirkja.is/2020/09/16/vatnid-og-tuttugasta-og-thyrsta-oldin/
Pistill

Jón Vídalín +300

Vídalínspostilla er höfuðrit íslenskrar kristni síðari alda við hlið Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Passíusálmarnir eru enn lesnir og reglulega endurútgefnir. Vídalínspostilla var mikið lesin í nær tvær aldir. En postillan hefur í seinni tíð ekki notið sömu vinsælda og áður. Er Vídalínspostilla aðeins vitnisburður um liðinn tíma eða hefur hún enn eitthvað gildi? Þó viðmið fólks hafi breyst og málfar okkar sé annað er bókin klassík. Þrjú hundruð ár eru liðin frá dauða Jóns Vídalíns sem samdi postilluna. Hann lést 30. ágúst árið 1720. Æfi Jóns Vídalíns var litrík. Þegar hann lauk námi frá Skálholtsskóla var um hann sagt að hann væri borinn til stórvirkja. Jón var stefnufastur maður mikilla hæfileika og varð einn mesti ræðusnillingur Íslendinga. Hann fæddist á Görðum á Álftanesi, naut góðrar bernsku en missti föður sinn aðeins ellefu ára. Þá tóku við þeytings- og mótunarár. Hann var sendur víða, austur á Fáskrúðsfjörð, undir Eyjafjöll, að Þingvöllum, vestur í Selárdal og út í Vestannaeyjar. Jón mannaðist og menntaðist og fór til náms í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa flækst í hermennsku kom hann út til Íslands til prestsþjónustu og varð einn yngsti biskup Íslendinga. Postilluna gaf hann út og af miklum metnaði á árunum 1718-20. Ræðustef postillunnar tengjast reynslu höfundarins. Sjúkdómar herjuðu á landsmennn og stjórnvöld brugðust í mörgu. Jón sá á eftir báðum börnum sínum í dauðann. Vídalínspostilla speglar lífsreynslu hans, háska fólks og þjóðaraðstæður en líka þroskaðan mann sem hafði unnið heimavinnuna sína. Og hvert er svo gildi Vídalínspostillu? Málfar hennar er safaríkt og inntakið lífshvetjandi. Jón Vídalín hafði gaman af stóryrðum og yddaði til að ná eyrum fólks. Orðfæri postillunnar hafði áhrif á málnotkun tilheyrenda og lifði meðal þjóðarinnar. Ræðurnar eru kraftmiklar, snjallar, vekjandi og skemmtilegar aflestar. Postillan gefur góða innsýn í hvernig klassísk fræði, guðfræði og heimspeki voru nýtt til fræðslu og mannræktar. Hún var því fræðandi og menntandi. Jón Vídalín talaði ákveðið inn í aðstæður samtíðar sinnar. Hann lifði á upphafstíð einfaldskonungs og notaði konungshugmyndir til að túlka eðli og eigindir Guðs, heims og manna. Í postillunni er skýr siðfræði og hvernig siðferði menn eigi að temja sér. Jón Vídalín dró ekki af sér þegar hann benti á ábyrgð fólks gagnvart öðrum og samfélagi manna. Í postillunni er djúp samfélagsspeki, gagnrýni á vond stjórnvöld og Jesústefna um vernd hinna máttlitlu. Í prédikunum er talað með visku um lífshugmyndir manna. Jón Vídalín skipaði ekki fólki fyrir um trú þess eða afstöðu en hvatti til skynsamlegrar og einlægrar skoðunar fólks á stóru og smáu málunum. Postillan var hvetjandi og eflandi fremur en letjandi eða slævandi. Mannlýsingar Jóns Vídalíns eru litríkar og áhugaverðar. Jón Vídalín lýsti mönnum sjálfselskunnar með sjokkerandi nákvæmni. Hann hafði mikil áhrif á hvernig fólk hugsaði um sjálft sig og varnaði markalausri einstaklingshyggju. Gildi Vídalínspostillu? Klassísk verk hafa að geyma plús eða merkingarbónus sem er óháður tíma. Vídalínspostilla varpar upp möguleikum á góðu mannlífi og heilbrigðum sjálfsskilningi sem kallar einstaklinga og samfélag til ábyrgðar. Jón Vídalín lagði siðfræðilegan grunn að samúðarþjóðfélagi okkar Íslendinga. Lof sé honum og lesum postilluna.
Pistill

Tækifæri í plágunni?

Í plágunni sem gengur yfir heiminn eru ekki bara ógnir heldur líka tækifæri. Hvernig getum við brugðist við?
Pistill

Stela framtíðinni

Er framtíðarkvíðinn tákn um að framtíðin er að læsast? Er tíminn opinn eða klemmdur? Hvað um Guð?
Predikun

#Metoo

Trú er og á að vera stefna til lífs og fyrir líf. Trú er ekki og má aldrei vera flótti frá lífi. Trú, sem ekki lætur sig fórnarlömb varða, er sjúk trú og á flótta bæði frá Guði og mönnum.
Pistill

Trú og tabú

Trú verður ekki bara við að hitta Jesú í sumarleyfi í Andalúsíu. Hún vex upp í venjulegum húsum og hjá venjulegu fólki. Trú stækkar heimsskynjunina. Hún er tengsl við hið stórkostlega í veröldinni.
Pistill

Þú ert frábær

Þegar áföllin dynja yfir, reiðhjólaslys, óðir menn keyra í morðæði inn í hópa saklauss fólks eða stinga hnífum sínum í grandalausa vegfarendur er Guð ekki áhorfandi. Guð er þar. Guð kom, kemur og mun koma. Guð birtist í setningu á Grandavegi: Þú ert frábær.
Predikun

Er í lagi að drepa barn?

Við getum öll orðið Abraham - með hníf á lofti - og jafnvel beitt honum og stungið. En þegar menn stinga grætur Guð. Guð biður alltaf um að lífi sér þyrmt.
Predikun

Eyland og lífland

Til að villidýrin í mann-og dýraheimum valdi sem minnstum skaða. Til að fólk fái lifað hinu góða lífi. Elska og virða.
Predikun

Hjálp!

Elísa á Jakobsvegi með krabbamein í brjósti. Við örkum æviveginn með hnút í maga og spurn í hug. Frumópið sprettur fram sem endurómar í helgidómum aldanna.
Predikun

Kobbi krókur og réttarríkið

Tillaga Pírata varðar að samningur réttarríkisins gildi ekki gagnvart kirkjunni. Það er mikilvægt að ríki og þjóðkirkja tali saman um um eignir og afgjald.
Pistill