Trú.is

Að gleyma

Frægasta ræða bandaríska prédikarans Tony Campolo samanstendur af orðunum “Það er föstudagur og bráðum kemur sunnudagur” Í veröldinni verður alltaf þetta þrungna hik milli gleði og sorgar – milli föstudagins langa og páska. Einn daginn er það krossinnn og þjáning en svo birtir til, upprisa í lífinu. Stundum týnum við tímanum, missum sjónar á þessu samspili og gleymum okkur.
Predikun

Hvaða gagn er að þessari trú?

Við erum auðvitað öll að glíma við sammannlegar tilfinningar og viðbrögð, eins og núna á tímum farsóttarinnar, og gengur misvel að höndla álagið. Trúin er ekkert töframeðal en hún veitir grunn sem gott er að hvíla á. Trúin nærir samvisku okkar og leiðréttir okkur þegar við verðum stygg og í orðum hrygg og hjálpar okkur að halda þeim ramma sem nauðsynlegur er fyrir góða andlega heilsu á óróleikatímum.
Predikun

Að fagna í þrengingum?

Það breytir engu hvort þú ert fjarlæg eða nálæg Guði í hjarta þínu. Jesús Kristur yfirvinnur alla slíka veggi. Frelsarinn kemur með friðinn sinn sem gefur okkur þá hugarró sem ekkert og enginn getur frá okkur tekið. Við lifum því ekki lengur í eigin mætti heldur upprisumætti Jesú Krists.
Predikun

Þessi fallegi dagur

Fá illir andar að ráða ferðinni um of í daglega lífinu? Hvað dugar gegn þeim? Hvað dugar gegn samskitpamáta sem: særir, skemmir og eyðileggur? Guð er með okkur, yfir og undir og allt um kring með eilífri blessun sinni segir bæn, sem mörgum hefur verið kennd. Kærleikur Guðs rífur vítahringinn.
Predikun

Við erum öll mótuð

María valdi góða hlutskiptið, hún þurfti á boðskapnum að halda. Við þurfum að hugsa vel um okkur til þess að við getum hjálpað öðrum.
Predikun

Mannssonurinn

Mannssonurinn táknar einfaldlega þann sem tilheyrir mannkyninu – mannsbarn. Þegar Jesús notaði hugtakið hafði það líkast til nokkuð formlegan eða jafnvel hátíðlegan tón, En þau voru ekki mörg sem skyldu til fulls það að baki þessu orði hjá Jesú var leyndardómsfullur messíasartitill. Jesús vísar til sjálfs síns sem Mannssonarins í þriðju persónu svo að þeir sem heyrðu þurfti jafnvel að spyrja: "Hver er þessi Mannssonur?"
Predikun

Fair Play

Leikir og reglur eru nefnilega nátengd. Börn á velli með bolta hefja undireins einhvers konar löggjöf áður en fjörið hefst. Hvenær er boltinn út af, má taka hann með hendi, hvað þarf að skora mörg mörk til að vinna? Og þetta samband birtist furðuvíða þegar betur er að gáð. Ég vil að börnin mín gangi sinna leiða og ef þau eru lúin getur verið erfitt að koma þeim úr sporunum. Hvað er þá til ráða? Jú, við setjum reglur, finnum eitthvað sem er bannað og þá fara fæturnir að hreyfast! Leikurinn: „Bannað að stíga á strik“ hefur reynst góður samgönguhvati. Er það ekki merkilegt, um leið og eitthvað verður bannað, þá færist fjör í leikinn?
Predikun

Sjö orð Krists á krossinum og Passíusálmar Hallgríms

Inngangsorð að lestri sjö orða Krists á krossinum og útlegging Hallgríms í Passíusálmunum. Flutt í Munkaþverárkirkju á föstu daginn langa 2019. Kór Laugalandsprestakalla flutti sálmana og söng hluta þeirra og aðra passíusálma. Um Passíusálma Hallgríms hefur verið sagt: "Þekktasta verk Hallgríms er Passíusálmarnir. Þeir eru í samtalsformi, innilegt samtal manns við sál sína og við Guð".
Predikun

Mest og best

Við mömmurnar getum alveg sett okkur í spor þessarar nafnlausu móður, mömmu Sebedeussonanna. Við höfum alveg metnað fyrir hönd barnanna okkar, er það ekki? Alla vega viljum við þeim allt hið besta.
Predikun

Séð með augum annarra

Þegar við stöndum andspænis listaverki – þá fáum við einstakt tækifæri til að víkka út okkar eigin vitund og sjónsvið.
Predikun

Við höfum bara 17 ár! #fastafyrirumhverfið

Í dag er fyrsti sunnudagur í föstu. Hvað þýðir það? Hvað gerist þá? Við höldum uppá bolludag og sprengidag, en erum búin að gleyma hvað kemur svo. Ég held að mín kynslóð hafi enga tengingu við föstun nema kannski 5-2 eða 16/8. Rannsóknir hafa sýnt að það er hollt að fasta, bæði fyrir líkama og anda. En kannski eru vísindin aðeins að staðfesta eitthvað sem við vissum nú þegar. Fastan á sér mun lengri sögu og í trúarhefðum heims hefur hún öðlast mikilvægan sess. Núna þurfum við að dusta rykið af þessum góða sið. Snúa frá villu vegar, eins og Símon Pétur, af því að neysla okkar er að stofna lífinu á jörðinni eins og við þekkjum það í hættu.
Predikun