Trú.is

Finnum gleðina flæða

Og svo tökum við á móti þessu augnabliki núna, þessum andardrætti sem er lífið sjálf og finnum gleðina flæða fram því við erum hér með Guði og hvert öðru, alls ekkert týnd heldur hólpin í trausti til elsku Guðs sem vakir yfir okkur og verndar.
Predikun

Núvitundaríhugun, sjöundi hluti: Að (s)kanna líkamann

Jesús var ekki bara fæddur í líkama, hann var líkami, hann var raunveruleg manneskja með allar þær skynjanir sem líkamanum tilheyra. Útgangspunktur okkar í andlegri iðkun er líkaminn. Það er ekki þrátt fyrir líkamann eða í baráttu við líkamann sem við nálgumst anda Guðs. Aðeins með því að dvelja í friði og sátt í þeim skynjunum sem líkaminn miðlar getum við verið nærverandi í þessu augnabliki núna.
Pistill

Innlifunaríhugun 5: Í húsi Maríu

Í dag ætlum við, í tilefni mæðradagsins, að mæta annarri persónu guðspjallanna í innlifunaríhugun að hætti Ignatíusar Loyola. Hún er sú sem stóð Jesú næst, hún sem fyrst fann líf hans innra með sér, hún sem gaf honum af sínu lífi, nærði hann og annaðist og fylgdi honum allt til dauða og aftur þaðan, var vitni upprisunnar og máttarstólpi í fyrsta kristna söfnuðinum.
Pistill

Núvitundaríhugun, sjötti hluti: Að taka eftir án þess að dæma

Núvitundariðkun getur fært okkur nær stöðu náðarinnar, þar sem við sleppum tökunum á hvers kyns dómum, bæði yfir öðrum en ekki síður okkur sjálfum og aðstæðum okkar, og tökum á móti hverju andartaki sem gjöf lífsins, gjöf Guðs.
Pistill

Innilifunaríhugun 1: Á göngu með Jesú

Ignatíusaraðferðin er leið til þess að virkja okkar innri sýn og skynjun, að lesa um það sem gerist í guðspjöllunum eins og það væri að gerast núna. Við leitumst við að vera viðstödd það sem sagt er og gert; við sjáum, heyrum, finnum ilm og snertingu eins og við værum þarna á staðnum með Jesú.
Pistill

Innlifunaríhugun 3: Grillað á ströndinni

Ilmurinn er indæll, við erum svöng eftir langa nótt við vatnið og erfiðið að draga inn fiskinn, finnum þennan ilm af grilluðum fiski og nýbökuðu brauði, dásamlegt. Jesús vill næra okkur, þjóna okkur, gefa okkur að borða til að endurnýja krafta okkar.
Pistill

Innlifunaríhugun 4: Elskar þú mig?

Við bíðum eftir svari Péturs, dálítið spennt, skyldi þessi dugmikli og hvatvísi fiskimaður getað játað Jesú ást sína? Og já, það getur hann, og þá getum við það líka: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“
Pistill

Núvitundaríhugun, fimmti hluti: Hljóð og hugsanir

Vitund okkar er vakandi, við sjáum og heyrum og skynjum það sem fram fer innra með okkur og í ytra umhverfinu. Við erum hér og nú. Allt má vera það sem það er, engu þarf að breyta einmitt núna. Við hvílum bara í því sem er, erum vitni að öllu þessu án þess að það raski ró okkar. Andardrátturinn, lífgjöf Guðs, er akkeri okkar, friður okkar.
Pistill

Guð annast um þig

Guð fylgist með þér, lítur eftir þér, líka á hinum dimma og drungalega degi þegar þér finnst þú vera heillum horfin. Guð heldur þér til haga, Guð sér þér fyrir hvíldarstað, þú sem ert hrakin og veikburða. Og Guð gætir líka þín sem er kröftug og sjálfri þér nóg.
Predikun

Gleðidagar

Við getum sjálf ráðið nokkru um hvað það er sem hefur mest áhrif á hugarfar okkar og framgöngu. Miklum við það sem er gleðilegt og gott eða miklum við það sem miður fer?
Pistill

Núvitundaríhugun, þriðji hluti: Innri líðan

Í dag ætlum við að einbeita okkur að þremur svæðum líkamans sem oft kalla á athygli okkar vegna þess að þar virðast erfiðar tilfinningar setjast að eða koma fram. Kvíði, áhyggjur og streita koma oft fram í sálvefrænum einkennum, sömuleiðis vanmetakennd, skömm og sektarkennd, svo eitthvað sé nefnt.
Pistill

Núvitundaríhugun, annar hluti: Ég er

Loks skynjum við líkama okkar sem heild. Við erum hér, frá toppi til táar, hér í þessu rými, hér á þessu andartaki. Og Guð sem er, Guð í Jesú Kristi segir við okkur: „Ég er sá sem ég er“
Pistill