Trú.is

Innilifurnaríhugun 6: Eftirvænting

Við leyfum orðunum að síast inn, tökum við þeim með öllu sem í okkur býr, hver fruma líkamans, hvert skúmaskot sálarinnar, hvert andans andvarp þiggur þessi orð, að Jesús sem hefur allt í hendi sér er með okkur alla okkar daga.
Pistill

Innilifunaríhugun 1: Á göngu með Jesú

Ignatíusaraðferðin er leið til þess að virkja okkar innri sýn og skynjun, að lesa um það sem gerist í guðspjöllunum eins og það væri að gerast núna. Við leitumst við að vera viðstödd það sem sagt er og gert; við sjáum, heyrum, finnum ilm og snertingu eins og við værum þarna á staðnum með Jesú.
Pistill

Innlifunaríhugun 3: Grillað á ströndinni

Ilmurinn er indæll, við erum svöng eftir langa nótt við vatnið og erfiðið að draga inn fiskinn, finnum þennan ilm af grilluðum fiski og nýbökuðu brauði, dásamlegt. Jesús vill næra okkur, þjóna okkur, gefa okkur að borða til að endurnýja krafta okkar.
Pistill

Innlifunaríhugun 4: Elskar þú mig?

Við bíðum eftir svari Péturs, dálítið spennt, skyldi þessi dugmikli og hvatvísi fiskimaður getað játað Jesú ást sína? Og já, það getur hann, og þá getum við það líka: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“
Pistill

Ilmurinn

Vonin brýtur sér alltaf leið úr myrkrinu. Úr öskunni, brjótast græn grasstráin, laufin sem þrá frelsi laufgast á greinum tjránna.
Pistill

Innlifunaríhugun 2: Friður sé með þér!

Orðin hans hljóma svo mögnuð, eins og bergmál úr innsta kjarna alls sem er, vera hans öll er svo þrungin krafti og kærleika. Friður sé með þér, friður og fyrirgefning fylgi þér, segir hann við okkur, fyrirgefning Guðs fái farveg í gegn um þitt líf, stöðvaðu ekki flæði fyrirgefningarinnar, veittu árstraumum friðar Guðs áfram.
Pistill

Er þetta þá komið?

Í sálrænu genamengi okkar býr upprisutrú, vissa um að þrengingunum linni og að lífið verði aftur fyrirsjáanlegt með einhverjum hætti. Heimspekingar og hugsuðir keppast við að boða þá von, rétt eins og vísindamennirnir sem við leggjum allt traust á um þessar mundir. Sú trú á aftur á móti rætur sínar í heimsmynd sem byggir á hinum kristna arfi og boðskap.
Pistill

Núvitundaríhugun, fjórði hluti: Hjartað

Hvað merkir það að hjartað sé stöðugt? Það merkir að hjartsláttur lífsins er jafn og þéttur í brjósti okkar, að vitund okkar er vakandi, að innsæi okkar fær að næra sig á dýptina, færa sig nær hjarta Guðs, tengjast anda Guðs.
Pistill

Við erum hughraust

Við erum hughraust af því að Drottinn er í nánd, af því að Guð friðarins er og mun vera með okkur. Við erum hughraust af því að dauðinn átti ekki síðasta orðið. Farsóttin á heldur ekki síðasta orðið.
Predikun

Bjartsýni eða lífsjátning

Sumt í kristindóminum er erfitt, eiginlega algjörlega óviðráðanlegt. Upprisan er eitt af því. Stundum kvarta ég við Guð minn í bæninni yfir því að trúin eins og hún kemur til mín er óskynsamleg... Svo renna upp páskar. Og öll mín skynsemi hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ég rétti úr mér, breiði faðminn á móti rísandi sól, nýt ilmsins af vorinu og vitnisburðar kvennanna og lærisveinanna af upprisu. Þá renna upp gleðilegir páskar eins og vorsólin. Er þetta óraunsæ bjartsýni eða lífsjátning?
Predikun

Aldrei úrkula vonar

Krossinn í Frúarkirkjunni hélt velli. Kirkjan heldur velli vegna þess að hún boðar trú á lifandi frelsara. Kirkjan lifir þó sótt sé að henni víða að og kristið fólk myrt með hryllilegum hætti sem nýjustu fregnir frá Sri Lanka herma. En við megum ekki láta staðar numið þar, í óhugnaði og sorg. Hatrið mun ekki sigra. Kærleikurinn mun alltaf eiga síðasta orðið. Missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd páskanna.
Predikun

Við höfum bara 17 ár! #fastafyrirumhverfið

Í dag er fyrsti sunnudagur í föstu. Hvað þýðir það? Hvað gerist þá? Við höldum uppá bolludag og sprengidag, en erum búin að gleyma hvað kemur svo. Ég held að mín kynslóð hafi enga tengingu við föstun nema kannski 5-2 eða 16/8. Rannsóknir hafa sýnt að það er hollt að fasta, bæði fyrir líkama og anda. En kannski eru vísindin aðeins að staðfesta eitthvað sem við vissum nú þegar. Fastan á sér mun lengri sögu og í trúarhefðum heims hefur hún öðlast mikilvægan sess. Núna þurfum við að dusta rykið af þessum góða sið. Snúa frá villu vegar, eins og Símon Pétur, af því að neysla okkar er að stofna lífinu á jörðinni eins og við þekkjum það í hættu.
Predikun