Trú.is

Heilög þrenning

Í dag er bæði sjómannadagur og þrenningarhátíð. Þar sem líklegt er að þau sem vilja fara til kirkju til að fagna sjómannadeginum muni gera það nær sjó, er hér í Þingvallakirkju meginumhugsunarefni dagsins þrenningarhátíðin og tilefni hennar. Það eru lestrar og sálmar þess dags sem hér hafa hljómað. Ekki viljum við þó alveg horfa fram hjá sjómannadeginum, - því að : Föðurland vort hálft er hafið, eins og segir í sjómannasálmi Jóns Magnússonar.
Predikun

„... Og ég mun gefa yður hvíld“

Þrenningarhátíðin er í dag, vel þekkt hátíð í vestrænum löndum og annars staðar þar sem kristin trú á rætur. Þannig eru dagarnir, helgidagarnir, koma í sinni röð, afmarka daglega tilveru okkar samkvæmt gangi himintunglanna. Orð Krists í dag eru meðal annars þessi: "Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld."
Predikun

Takk, Guð að ég er eins og ég er!

Kannski upplifum við okkur sett út fyrir af samfélaginu. Tilheyrum minnihlutahópi. Eða þá að við höfum gert eitthvað sem fólk dæmir okkur fyrir. Og það kemur fyrir okkur öll einhvern tíma að við gerum mistök. Eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir, eitthvað sem við sjáum eftir, gerumst sek um dómgreindarbrest, brjótum jafnvel harkalega gagnvart annarri manneskju. Stundum dæmir samviskan ein, stundum bæði samviska og samfélag. En Jesús bendir okkur á að ekkert er svart eða hvítt. Hlutirnir eru aldrei alveg eins og við höldum að þeir séu.
Predikun