Trú.is

Orð Guðs gefur styrk og huggun

Fyrir kristna menn er óhugsandi að halda sér við trúnna og þau gildi sem hún boðar nema huga að rótunum, orði Guðs. Það talar til okkar í öllum aðstæðum lífsins.
Predikun

Hvar ertu?

Guð spyr. Hvar ertu? Guð sem hefur sent sáðmann sinn út á akurinn, spyr: Hvar ertu? 
Ertu á akrinum, eða ertu hluti hans?
Predikun

Orð og innri umbreyting

líking Jesú um sáðkorn sem féllu í ólíkan jarðveg.
Predikun

Biblíudagurinn

Þegar móðuharðindin gengu yfir Ísland ólst lítil stúlka, María Jones að nafni, upp á fátæku heimili í Wales í Bretlandi. Um leið og hún lærði að lesa vaknaði hjá henni löngun til að lesa Biblíuna.
Predikun

Feðraveldið á Konudegi

Jafnréttið byrjar heima. Allar stúlkur eiga föður, og afa, margar bræður og syni. Hvaða faðir vill ekki dóttur sinni vel? Enginn, hefði ég haldið. Það er mikilvægt að feður leggi dætrum sínum lið í mannréttindabaráttu hvar í heiminum sem er, feður og afar, frændur, bræður og synir. Barátta kvenna um heim allan hefur skilað miklum árangri.
Predikun

Guðs Orð er ekki gangráður

Í upphafi var Orðið – og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð, segir í upphafi Jóhannesarguðspjalls, eins og við vonandi þekkjum hér flest sem saman erum komin til að eiga samfélag um ljós og líf, á þessum Drottins degi, samfélag um Orð og bók – samansafn margra bóka – bókasafnið Biblíuna á Konudeginum sjálfum, samfélag um Guðs Orð og leyndardóm þess.
Predikun

Biblían og risaeðlurnar

Risaeðlurnar ganga enn um hér á jörðinni. Þær er að finna bæði meðal trúaðra og vantrúaðra. Því trúað fólk hefur líka stundum dottið í þá gryfju að halda að Biblían sé ekki bara trúarrit heldur líka fræðibók í náttúruvísindum.
Predikun

Pílagrímafélagið

Það sem gerist við Biblíulestur gerist á afar breiðu tíðnisviði, ef svo má að orði komast. Það eru ekki bara augun sem lesa og heilinn sem vinnur úr heldur hlustar maður og bragðar á með öllum líkamanum. Ég held að sannleikur Biblíunnar felist ekki síst í því að þegar maður iðkar lestur hennar í bæn og virkri hlustun langar mann minna og minna til þess að ljúga. Ég segi það fyrir sjálfan mig að lygin í mínu hjarta hefur minna slagrými eftir að ég hóf gönguna.
Predikun

Afhjúpun heims og opinberun himins

Þetta innsæi leiðir af sér að til sé Hinsti veruleiki handan tilverunnar, handan þess að vera og handan þess að vera ekki. Þetta er veruleiki handan skilings rökhugsunarinnar og þernu hennar, tungumálsins. En til þess að upplifa Veruleikann og að hann verði þekktur þarf fyrst að bæla rökhugsunina.
Predikun

Sáðkorn, einelti, ofbeldi

Einelti og ofbeldi eru góð dæmi um það sem stendur guðsríkinu fyrir þrifum. Einelti og ofbeldi draga úr óendanlegum möguleikum fólks til að vaxa og dafna. Þessi hegðun er eins og illgresið sem skemmir fyrir sáðkorninu. Hún er steinninn í moldinni sem heftir vöxt mustarðskornsins sem vill verða tré.
Predikun

Sáðmaður gekk út að sá

Það er ekkert náttúrulögmál að íslenskt þjóðfélag afkristnist. Það gerist því aðeins ef sáðmennirnir sitja heima og maula kornið sjálfra sín vegna. Vissulega eiga þeir að nærast af því, en í þeim tilgangi að öðlast kraft til að standa upp og fara út á akurinn
Predikun

Bókstafstrú og Biblíubónus

Guð er markmið trúar en ekki Biblían. En Biblían er náðarmeðal, farvegur anda Guðs - meðal en ekki markmið.
Predikun