Trú.is

Paradís

Lína langsokkur var móðurlaus og horfði oft upp í himininn og hugsaði um mömmu sína. Henni fannst hliðin sem að okkur snýr – öfuga hliðin á himninum – vera falleg og dró því þá ályktun að hin hliðin hlyti af vera enn betri fyrst rangan væri svona flott.
Predikun

Verum glöð, hann lifir.

Við megum því alveg vera glöð í Kirkjunni og heiminum þessa daga sem og aðra daga, því lífið er ekki eintóm vandræði eins og við höfum stundum tilfinningu fyrir þegar illa gengur, heldur eru flestir daga góðir og gleðilegir sem betur fer. Dagarnir eru kallaðir gleðidagar vegna þess að við dveljum áfram í skini páskaboðskaparins, hann lifir.
Predikun

Er eitthvað nýtt undir sólinni?

Við leitumst við að fella ekki dóma eða fordóma, ýtum frá okkur fyrirfram gefnum skoðunum. Gjöhygli snýst líka um að veita athygli hinu smáa og hversdagslega.
Predikun

Svo hissa á þessu veseni

Guð er guð sem gerir hið ómögulega og með honum verður ómögulegt líf fullt af gæðum. Hann skorar á okkur að horfast í augu við sig, hlusta á rödd sína og hætta flóttanum. Lífið er vesen og góður Guð er höfundur þess. Þess vegna er okkur óhætt að lifa og deyja.
Predikun

Tilraunastofan Ísland - rótfesti í trú og þjónustu kærleikans

Okkur er viss vandi á höndum Við stöndum ótryggum fótum og á ótryggum tímum bæði sem samfélag og sem einstaklingar. Hér ætla ég þó ekki að orðlengja efnahagsmál og afkomu þjóðar eða fyrirtækja í efnahagslegu tilliti heldur afkomu okkar sem einstaklinga og samfélags í persónulegu, andlegu og sálarlegu tilliti.
Predikun

Láttu ekkert ræna þig gleðinni

Hryggð er hluti lífsins. Við finnum til þegar við missum þau sem okkur eru kær eða þegar aðstæður verða okkur andstæðar á einhvern hátt. En loforð Jesú er óhagganlegt: Hryggð yðar mun snúast í fögnuð.
Predikun

Ástundum það sem kristnu nafni er samboðið

Með Tómasi spyr sig margur: Hvaða stefnu á ég að taka í lífinu? Hvaða leið er mér til heilla? Og með Filippusi andvarpa hjörtun: Mig langar að sjá Guð, finna Guð, vita að hann er til.
Predikun

Hræðslan og óttinn

Ég er hræddur. Það er að koma svínaflensa. Og hún gæti orðið mjög skæð og við vitum ekki hvernig þetta verður. Ég er hræddur. Það er víst kominn tími á Kötlugos. Og þegar það gerist þá verða hamfarnirnar miklar og það gæti orðið stórflóð og öskufallið gæti haft mikil áhrif.
Predikun

Myndi ég blekkja þig?

Treystu mér! sögðu þessi kerfi. Treystu hugsmíðinni, reiddu þig á tilraunina! sögðu þau hvert um sig. Það verður spennandi ef maður skyldi lifa það að lesa sögubækur í menntaskólum eftir fimmtíu ár.
Predikun

Íklæðast sínu eigin

Það er oft þannig að okkur liggur á ferð okkar. Gefum okkur ekki tíma til að staldra við og viðurkenna fyrir okkur sjálfum og öðrum að við vitum oft ekki hvert við erum að flýta okkur á hvaða leið við erum.
Predikun

Forgangsröðun!

Þær snerta okkur misdjúpt fréttirnar úr fjölmiðlunum, sem við heyrum daglega og stundum nokkrum sinnum á dag. Sumir telja sig ekki geta verið án frétta en engu síður geta þær valdið streitu og stressi.
Predikun

Sjáum og verum séð

Ljósið að handan lýsti upp jörð, filmu og hans eigið líf. Hann var í ljósför sjálfur, en uppgötvaði svo að hann sjálfur var upplýstur og framkallaður. Hugleiðing í messu 12. apríl var um plúsana í trú og kirkju og fer hér á eftir.
Predikun