Trú.is

Jesús gefur okkur hlutdeild í upprisu sinni

Kristin trú getur hjálpað okkur við það verkefni vegna þess að kristin trú er trú vonar og kærleika. Hún er trú hugarfarsins sem eru grunnur verkanna. Hún er trú ábyrgðar gagnvart öllu því sem skapað er. Hún er trú ljóssins og lífsins.
Predikun

En hann var mjög stór

Páskarnir fjalla að miklu leyti um slíka steina og hvernig við mætum þeim. Ætlum við sjálf að ráðast á þá eða eigum við okkur þann bandamann í Jesú, í Guði, sem veitir okkur styrk til að sigrast á slíkum fyrirstöðum? Þannig var það í páskasögunni fyrstu. Steininum hafði verið velt frá – en hann var mjög stór.
Predikun

Ótrúlegra en aprílgabb

Ef þessi páskagleði er raunverulegur og lifandi hluti af tilveru okkar, þá hefur það áhrif á allt okkar líf. Við mætum mótlæti og áföllum rétt eins og aðrir, en birtan frá upprisunni veitir ljósgeisla inn í dýpstu myrkur.
Predikun

Reikniskekkja staðfest

Hugmynd okkar um heiminn var röng, hugmynd okkar um sjálf okkur var röng og það sem við héldum að væri hagvöxtur reyndist vera þjófnaður.
Predikun

Dauðafæri

Hér þarf að hefja til vegs samfélagsábyrgð, að deila kjörum saman af sanngirni með þátttöku allra.
Predikun

Þær voru sendar með tíðindin

Kvennahreyfingin hefur verið til frá því að Jesús stofnaði hana á fyrstu öldinni. Allar kvennahreyfingar síðan eru bylgjur þeirrar miklu undiröldu sem reis af boðskap hans og verkum.
Predikun

Í helli

Upprisan á sér nefnilega stað í helli, í myrkri og í fullkominni þögn. Þar sem moldin og jörðin eru allt umlykjandi og það er þar sem nýtt líf verður til, líkt og fræ sem er gróðursett í mold, barn sem hvílir í móðurkviði og í lokuðum helli. Nýtt líf sem verður til í Jesú sem fæddist í helli og rís upp í helli. Allt þetta á upphaf sitt í fullkomnu myrkri og þögn.
Predikun

Upprisan gegn hryðjuverkum

Ef hefndin og hatrið eru samofin skynseminni, þá er upprisa Jesú Krists afar óskynsamleg á mannamáli nútímans. En ekki samkvæmt viðbrögðum almennings í Svíþjóð við hryðjuverkum, þar sem fólkið tók bókstaflega höndum saman um að elska hvert annað og rækta vonina í stað þess að hata með hefndinni og heimta heilagt stríð
Predikun

Traust, von og gleði

Páskaboðskapurinn gefur okkur kraft og kjark til að vinna gegn hinu illa í öllum þess myndum. Hann sýnir okkur að böl og pína hefur ekki síðasta orðið heldur lífið og gleðin sem því fylgir.
Predikun

Er allt í lagi með þig?

,Er allt í lagi með þig?” svona spyr einhver hetjuna og hún dustar rykið af jakkanum, þurrkar í burtu örmjóan blóðtauminn af hökunni og viti menn, beinin eru óbrotin. Sagan heldur áfram.
Predikun

Ljós mitt og líf

„Hananú! Látum oss fagna.“ Það er inntak páskadagsmorguns. Jafnvel sjálf sólin er sögð dansa af gleði. Ég er ekki frá því að ég hafi sjálf séð slíkt undur eitt sinn fyrir mörgum árum er ég gekk til móts við birtu nýs dags á páskadagsmorgunn árla upp með Köldukvísl í Mosfellsdal.
Predikun

Flugstjóri, flóttamenn og frelsun brjósta

Upprisutrú fæðist með reynslu það er reynslan af lífinu sem færir steininn frá grafarmunnanum, það eru allar litlu lífssögurnar um fólkið sem þorir að vona í erfiðustu aðstæðum mannlegrar tilveru. Fólk sem gengur 150 kílómetra á flótta undan stríði eins og Hudea litla og mamma hennar í Sýrlandi.
Predikun