Trú.is

Fullveldi vonar

Fyrsti sunnudagur í aðventu 2018. Predikun í Stöðvarfjarðarkirkju og Heydalakirkju í Breiðdal
Predikun

Fullveldi í 100 ár

Í gær, þann 1. desember minntumst við þess að Ísland varð formlega frjálst og fullvalda ríki fyrir einni öld. Í Dómkirkjunni hér í dag minnumst við þess einnig, í tali og tónum.
Predikun

Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna, styrkur Hjálparstarfs kirkjunnar

Hann kemur. Við tökum á móti. Okkar er valið. Hann kemur til þín sem hefur allt til alls og hefur ekki áhyggjur. Hann kemur til þín sem sem býrð í kuldanum í Laugardalnum, til þín sem býrð við fátækt. Hann kemur til þín sem gleðst yfir öllu því góða sem þú hefur og þakkar fyrir. Hann kemur til þín sem ert reið/reiður, kvíðin/n, örvæntingarfull/ur, til þín sem ert í prófatíð, til því sem vilt hjálpa öðrum og gefur þér ráð og styrk til þess. Hann kemur en þú ræður hvort þú býður honum inn í hús þitt og líf. Hann kemur ekki fram sem valdsins herra, heldur auðmjúkur og miskunnsamur. Jesús veitir von og gefur annað líf.
Predikun

Og?

Konan á myndinni horfir á okkur og í svip hennar skynjum við bæði þjáningu og stolt. Spurningin sem hún ber fram er ekki löng: ,,Og?”
Predikun

Vatn er von

Hjálparstarf kirkjunnar hefur í níu ár starfað með sjálfsþurftarbændum á svæðinu að því að tryggja aðgengi að hreinu vatni, auka fæðuval og efla völd og áhrif kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. Starfið hefur borið góðan árangur en svæðið er stórt og íbúar margir.“ Markmiðið er að hjálpa fólkinu til sjálfshjálpar.
Predikun

Gömul og stór

Hún er vissulega gömul og stór, þessi stofnun, og sú staðreynd kann að valda ímyndarfræðingum vanda því að á okkar dögum viljum við einmitt að allt sé nýtt í dag og svo eftir fáeinar vikur þurfum við að endurnýja það og kaupa okkur eitthvað annað í staðinn.
Predikun

Það á að gefa börnum gjöf

Í upphafi aðventunnar megum við hefja gönguna í átt til jólahátíðarinnar með konunginum sem kemur í hógværð og auðmýkt. Hann færði okkur kærleikann, fyrirgefninguna, þakklætið, vonina, bænina. Göngum með gleði veginn til jóla með allt það í farteskinu sem hann gaf. Minnumst bræðra okkar og systra nær og fjær sem búa við erfið kjör, kvíða eða þjást. Biðjum Guð að hjálpa okkur að hjálpa þeim og gleðja.
Predikun

Við bíðum bjartra tíma

Við höfum það gott hér á landi miðað við margar aðrar þjóðir. Það er því óásættanlegt að allt fólk hér á landi skuli ekki búa við öryggi, húsaskjól og nægar vistir. Við berum okkur gjarnan saman við aðra.
Predikun

Er trúin tabu?

Viljum við afhelga íslenskt samfélag nútímans? Getum við hugsað okkur guðlausa veröld? Er það þjóðinni fyrir bestu núna? Leggja af allt sem minnir á kristna trú og þjóðararfinn, að trúin verði hornreka einkamál, aðventa, jól, páskar, hvítasunna,-allt án trúar, en tilefnislausar hátíðir þar sem mennskan getur dáðst að sjálfri sér?
Predikun

Kærkomin aðventa

Aðventan er svo dýrmætur tími vegna þess að hún kallar fram það besta í okkur, minnir á hvað skiptir mestu máli í lífinu og einnig á að það sem við gerum og leggjum til hefur áhrif og auðgar umhverfi okkar og samfélag.
Predikun

Andans fögru dyr

Ljósið lýsir einnig yfir bárur, brim og voðasker, atvik og atburði, sem við hörmum, jafnvel sem við vildum helst gleyma, en komumst ekki undan.
Predikun

Aðventuhugvekja á fullveldisdegi 1. des.

Það er ekki oft að fullveldisdagurinn og 1. sunnudagur í aðventu ber upp á sama dag. Mér kom strax í huga þjóðskáldið Matthías Jocumsson þegar ég var beðinn að tala á þessu aðventukvöldi. Hann átti ekki í neinum vanda með að vera bæði þjóðlegur og kristilegur. Allt átti að hafa þjóðlegan grundvöll, eins og hvatningar hans í ljóðum til þjóðarinnar bera með sér, þegar dýpst er skoðað var það trúin og kærleikurinn sem fór um æðar allar, eins og sálmarnir vitna um.
Predikun