Trú.is

Storknaður rjómi í rumskandi heimi

Fyrir framan spegilinn opnar heimsbyggðin augun og sér... ekki sjálfa sig heldur einkennilegt og úfið hismið. ,,Hvað er fyrir innan?” - Spyr hún sjálfa sig um leið og hún gónir í spegilmynd augans. ,, Já, hvað er þarna fyrir innan?” Hvað er ,,alvöru” í tilveru hennar og hvað er ,,hismið eitt.”
Predikun

Vörðuð gata pílagrímsins á aðventu

Við göngum af stað. Ég leiði gönguna sem leiðsögumaður, vel skóaður, fús til að bera út fagnaðarboðskap friðarins, með göngustafi í höndum. Ég treysti því að ég njóti leiðsagnar heilags anda á þessari hættulegu vegferð. Í veröld eru margir stígir hálir.
Predikun

Listin, trúfrelsið og fjölmenningin

Hafir þú ekki kynnst kristinni trú eða islam, - hér mætti raunar nefna hvaða sið sem væri, það sem þú þekkir ekki, það veistu næsta fátt um og þá er giska auðvelt að læða inn alls kyns fyrirframhugmyndum. Vantrú og vanþekking er algengasta rót allra fordóma.
Predikun

Frá hundrað og niður í núll

Með sama hætti getum við spurt okkur hvernig við viljum lifa lífinu og hvort við höfum tækifæri á því að hægja á okkur frá hundrað og niður í núll þegar aðstæður krefjast þess. Hvernig er hemlakerfi okkar útbúið? Hvernig röðum við verðmætum í lífi okkar í forgang þegar við metum það hvað er þess virði að nema staðar?
Predikun

Um heimsendis óvissa tíma

Hvers vegna búum við okkur undir jólin. Ætli það sé ekki af sömu ástæðum og gamli barnaskólakennarinn taldi ástæðu til að kenna nemendum sínum þá staðreynd að heimsendir verður ekki reiknaður út, heldur getum við aðeins búið okkur undir hann með því að treysta á eitthvað gott, eins og það að mega halda í hönd þess, sem er manni nálægur og kær og treysta á það sem er varanlegt, eins og orð Guðs.
Predikun

Þráin, Hans Klaufi og ríki Guðs

Stundum er það svo, að við vitum ekki með hvaða móti það mætir okkur sem við þráum. Kemur prinsinn á hvítum hesti eða situr hann litinn gráan asna eða jafnvel geit?
Predikun

Orðsending til afa og ömmu

Þessi hópur sem hér kemur saman gegnir þar grundvallarhlutverki. Heyrt hef ég fræðimenn á sviði þróunar tala um það sem eina af forsendum þeirrar framþróunar sem maðurinn hefur náð í árþúsundanna rás hvernig samfélagsgerðin bauð upp á það að börnin fengu stórbætta kennslu umfram það sem tíðkaðist annars staðar í ríki náttúrunnar. Hvaðan kom það nám?
Predikun

Þegar fyrirheitin og draumarnir rætast

Aðgangur að hreinu vatni þykir okkur sjálfsögð mannréttindi. Staðreyndin er að hreint vatn er sá örlagavaldur sem umfram allt mun gera út um framtíð okkar á jörð. Fullyrt er styrjaldir framtíðar muni framar öllu snúast um aðgang að vatni. Meir en milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni.
Predikun

Talið niður

Á hverjum degi þessa mánaðar höfum við séð myndir af glaðlegum jólasveinum á síðum dagblaða með skilti í hendi þar sem á stendur skrifaður fjöldi þeirra daga sem eftir lifa til jóla. Þessi hefð hefur verið við lýði um áratugaskeið og minnist ég þess sem strákur hversu ég um þetta leyti fagnaði hverjum degi sem leið og talan á skiltum sveinanna lækkaði.
Predikun

Trúin lifir enn

Fyrir meira en 2000 árum, gengu ung hjón langa leið. Gamall asni var með í för og var konan með barni. Þessi ungu hjón vissu að von var á barninu á hvaða stundu sem var. En þau áttu engra annarra kosta völ en að fara í þetta ferðalag. Við þekkjum vel söguna, það fæddist barn og þetta barn, svo ósköp lítið og saklaust var frelsari og lausnari heimsins.
Predikun

Þó að úti hríðin herji

Hvað er þá orðið eftir af jólaföstunni? Jú, hún hefst í janúar, er það ekki? Þá hellist yfir landann einhver óbeit á ástandinu á skrokknum, menn leggjast í vanlíðan yfir keppunum og vömbinni, yfir óhófinu og bruðlinu. Reikningarnir reynast hærri en menn áttu von á og leikföngin farin að bila, nýjasta dótið er fljótt að missa glansinn.
Predikun

Dýrmætar minningar

Við eigum öll myndir, minningar, af einhverjum sem eru okkur kær. Fólkið í lífi okkar, atburðir í lífi okkar. Myndir á veggjum, myndir á góðum stað, myndir í hugskotum okkar. Dýrmætar minningar um fólkið okkar sem er farið, dýrmætar minningar um þau sem sköpuðu og mótuðu líf okkar í upphafi eða með okkur.
Predikun