Trú.is

Viltu vera memm

Um daginn heyrði ég ágæta gamla sögu af presti sem spurði fermingardreng hvort maðurinn lifði á brauði einu saman. Stráksi svaraði að bragði: “Það er betra að hafa mjólk með.” Ekki fara neinar sögur af viðbrögðum klerksins við þessu svari stráksa en víst er að það hvíla heilmikil sannindi á bak við þetta svar-þótt það væri sett fram af einlægni og hreinum hug og án umhugsunar.
Predikun

- Já -

Nú er dagurinn loksins runnin upp, fermingardagurinn ykkar. Til hamingju með það kæru fermingarbörn. Og ég óska fjölskyldum ykkar til hamingju með stundina, foreldrum og systkinum, öfum og ömmum, vinum ykkar og vandamönnum sem hér eru samankomnir.
Predikun

Leiðtogi lífsins

Kæru fermingarbörn. Í dag staðfestið þið þann vilja ykkar að hafa Jesú að leiðtoga lífsins og fylgja honum. Og við biðjum góðan Guð að vernda ykkur og varðveita á vegum ykkar um lífsins grýttu braut. Þið hafið eflaust frétt að ég hef gaman af því að horfa á knattspyrnu einkum þegar Leeds United leikur í ensku knattspyrnunni. Þá er ég ekki til viðtals heima hjá mér og geng um í hvítum fötum að sið leikmanna og blæs í herlúðra.
Predikun

Ákvarðanir skipta máli

Ég get því ekki neitað því að þegar ég horfi á ykkur svona falleg, hrein og strokin, þá velti ég því fyrir mér hvernig þið eigið eftir að spila út ykkar lífi. Hugsa um allar ákvarðanirnar sem að þið eigið eftir að taka og hvaða áhrif þær munu hafa á líf ykkar. Ég veit vel að margt á eftir að gerast í lífi ykkar sem að þið hafið enga stjórn á. Þið eigið eftir að upplifa sorgir og dauða, að verða svikin og hafnað.
Predikun