Trú.is

Hlýðni

Á liðnu ári brást svo margt í efnahagslegu tilliti vegna óhlýðni þeirra er stjórnuðu málum. Óhlýðnin birtist í græðginni. Því fór sem fór. Það kemur alltaf að skuldadögum og þá kemur í ljós hver var hlýðinn og hver var ekki hlýðinn. Það fylgir blessun því að hlýða Guði og boðum hans. Hann veit, hvað er okkur fyrir bestu
Predikun

Frelsi og ábyrgð

Mér brá í brún á dögunum þegar ég las grein eftir menningarlegan ritstjóra Fréttablaðsins, Pál Baldvin Baldvinsson, sem hann kallar „Haltu kjafti og vertu þæg.“ Þar eys hann úr skálum reiði sinnar svo ekki sé meira sagt.
Predikun

Skuld, ráðleysi og firra?

Hvað gefa vitringar? Varla bull, ergelsi og pirru – eða skuld, ráðleysi og firru? Nei, gjafir þeirra eru til lífsbóta, fæðingargjafir og trúargáfur. Við getum notið þeirra við bætur eigin lífs og samfélags í krísu.
Predikun

Von og traust á nýju ári

Hvað ber nýtt ár í skauti? Við upphaf nýs árs búa ákveðnar vonir og væntingar í hugum okkar og hjörtum. Við höfum reyndar verið vöruð við, þetta ár 2009 verði íslenskri þjóð erfitt í efnahagslegu tilliti en þegar við horfum til framtíðar mega vonir okkar ekki aðeins byggjast á efnahagslegum forsendum.
Predikun

Var Guð í flóðinu?

Öldur flóðsins í Asíu fara nú um alla heimsbyggðina. Myndirnar hrella og spurningar knýja á. Flóðveggir, grafir og líka lítil þriggja vikna Tulasi, sem var á floti í tvo sólarhringa þegar hún fannst lífs. Tveggja ára finnskur drengur hafði verið á dýnu við ströndina þegar skelfingin byrjaði og hélst á dýnunni og svo fjaraði undan honum. En mamman var dáin, amman líka, en pabbinn fannst á spítala.
Predikun

Fátækir á meðal vor

Við erum lögð af stað á nýju ári. Enn eru jól því að jólin og boðskapur þeirra tengir saman árin okkar. Jólalögin eru hætt að óma og okkur þykir rúmhelgin nágast. En eins og það var mikið tilhlökkunarefni að setja upp jólaljósin og gera heimilin hátíðleg með ýmsum hætti þá er líka góð tilfinning sem fylgir því að taka skrautið niður aftur. Um leið erum við að sjá að sól hækkar á lofti, daginn er að lengja og við færumst nær vorinu. Allt er þetta ljúft og notalegt. Hluti af þeirri umgjörð lífsins sem er okkur kær. Hluti af því sem við tökum á móti með því að lifa.
Predikun