Trú.is

Míka-meik-mökum-mikið

Meik og blóm eru ekki fyrirgefning, heldur yfirklór og yfirborðsafsökun, óígrunduð fyrirgefningarbón án undangenginnar iðrunar. Við meikum og mökum mikið í okkar samfélagi, en það ber oft minna á sannri iðrun.
Predikun

Að snúa sér til Guðs

Eins og þeir sem sitja hér í Ísafjarðarkirkju vita flestir þá er ég óbreyttur sveitaprestur, ég bý í Holti í Önundarfirði og mínar sóknir eru Holtssókn, Flateyrarsókn og Kirkjubólssókn, auk þess sem ég hef ákveðnar skyldur við Ísafjarðarkirkju þar sem við erum nú stödd. Ég bý sem sagt úti í sveit og ég kaupi ekki dagblöð í áskrift vegna þess að þá kæmu þau með póstinum og þá í fyrsta lagi daginn eftir en ég fylgist með fréttum á netinu og í útvarpi og sjónvarpi. Flesta morgna fæ ég mér kaffi og fletti upp helstu fréttum á netsíðum eins og dv.is, visir.is og mbl.is.
Predikun

Guð og gæðin

Af hverju ætti fólk ekki að hugsa fyrst og fremst um eigin hagnað og eigin persónulegu afkomu? Af hverju ættum við ekki að taka okkur ríka manninn til fyrirmyndar og éta, drekka og vera glöð og sitja feit á auð okkar. Af hverju ætti fólk ekki að hámarka veraldleg gæði sín með öllum ráðum og hygla sjálfu sér og sínum við hvert tækifæri?
Predikun

Gildismat

Þriðja bókin um bankahrunið kom út í vikunni. Þar var m.a. fjallað um orsakir þess og því haldið fram að ráðmenn hlytu að hafa vitað um alvarlega stöðu bankanna og þjóðarbúsins löngu áður en það brast á. Stjórnendur bankanna hefðu hugsanlega getað minnkað skaðann með aðgerðum, t.d. sameiningu sumra þeirra en ákvarðanir þeirra stjórnuðust að minnsta kosti á tímabili, að sögn höfundar, af ágirnd sem leiddi til þess að þeir tóku rangar ákvarðanir.
Predikun

Tilviljanir eru ekki til

Tilviljanir eru ekki til. Það eru alltaf orsakir fyrir aðstæðum og atburðum. Þegar þú hittir gamlan skólafélaga sem þú hefur ekki rekist á í mörg ár, í flugvél á leið til Indlands og svo kemur í ljós að þið eruð skráð á sama hótel í Kalkútta af öllum þeim þúsundum hótela sem þar finnast, þá er ekki um furðulega tilviljun að ræða.
Predikun

Ríkur í augum Guðs

Nótt eina brutust nokkrir þjófar inní skartgripaverslun. En í stað þess að stela nokkru, víxluðu þeir öllum verðmiðunum. Næsta dag vissi enginn hvaða skartgripir voru dýrir og hverjir ódýrir. Dýru skartgripirnir voru skyndilega orðnir ódýrir og þeir ódýru dýrir.
Predikun

Hvers vegna er hún vond?

Sársaukinn olli því að hún sóttist eftir ytri gæðum, gulli, fjármunum, valdi, hlýðni og öðru því sem kvalin manneskja lætur koma í staðinn fyrir hamingju og eðlilega gleði. Auðsókn er oft aðferð hins kvalda til að sefa sársauka hið innra.
Predikun

Aðgerðaáætlun gegn græðgi

,,Þegar þú getur gefið eitthvað af þér, jafnvel þótt þú hafir lítið milli handanna, þá ertu ekki fátæk/ur. En ef þér finnst erfitt að gefa frá þér, jafnvel þótt þú eigir nóg, þá ertu fátæk/ur, hvort sem þú gerir þér grein fyrir því eða ekki.”
Predikun

Jón Gnarr og ekkertsagan

Að refsa fyrir aðgerðaleysi! Jesús sagði sögu og Jón Gnarr notaði hugmyndina. Er glæpsamlegt að gera ekkert? Mun hið illa blómstra vegna skeytingarleysis okkar?
Predikun

Kristnin út í buskann?

Líttu þér nær, kæra Guðs barn! Hvernig er kærleikurinn í framkvæmd í þínu lífi? Athugaðu það! Ertu eitt þeirra Guðs barna sem þiggur en gefur ekki áfram? Eða ert þú eitt þeirra Guðs barna sem horfa ástúðlegum augum á neyð náungans? Og hvað ætlarðu að gera með þá tilfinningu þína?
Predikun

Að vera Guðs barn

Ég las á netfærslu eða bloggi nú á dögunum, setningu sem reyndar var sögð á ensku og hljómaði einhvern veginn svona: “Evil thrives when good people do nothing” eða ,,Illskan þrífst þegar gott fólk gerir ekkert” og mér finnst hún eiga svo vel við guðspjall dagsins. Ríki maðurinn hafði drýgt þá sáru synd að sjá ekki neyð náungans. Hann var svo upptekinn af eigin vellystingum og neyslu að hann gerði sér ekki grein fyrir neyðinni sem dvaldi daglangt við dyrastafi hans.
Predikun

Kristilegur kapítalismi?

Sú sýn á fjármunum sem hér birtist er í fyrsta lagi að allt sem við eigum sé frá Guði komið og í raun óverðskuldað. Það er grundvallarviðhorf Biblíunnar og ætti að vera leiðarþráðurinn í fjármálahugsun kristins fólks, vekja með okkur auðmýkt gagnvart eignum okkar og aflafé.
Predikun