Trú.is

Máttur miskunnseminnar

Samfélagið var slegið, allir þekktu alla og meira en það allir voru eiginlega skyldir öllum þannig að svona slys lagðist eins og dökkt ský yfir sveitina. Í miðju ferli þessa áfalls gerðist síðan nokkuð sem mun aldrei líða mér úr minni og varð þess valdandi að alltaf þegar ég sá þessa gömlu konu fylltist ég lotningu þess sem sér einhvern miklu miklu stærri.
Predikun

Velferð, hamingja og lífsgildi

Okkur er hætt við því að leika hlutverk fórnarlambsins sem lætur orku sína liggja ónýtta. Við höfum hins vegar alltaf svigrúm til þess að virkja orkuna – já vera virk hvar sem við stöndum og á hverju því sviði sem þjónusta okkar lýtur.
Predikun
Predikun

Hagfræði himnaríkis

Jesús minnir á þá staðreynd að verðmætamat mannsins og forgangsröðun hans hefur afgerandi áhrif á líf hans. Með öðrum orðum: Maðurinn bindur hjarta sitt við það sem hann telur skipta mestu máli.
Predikun

Að strika út skuldir

Þessi dæmisaga fjallar um fyrirgefninguna. Þetta er mikilvægur boðskapur sem á vel við í dag. Ég átta mig á því að fyrirgefning er kannski ekki það sem er mörgum Íslendingum efst í huga þessa dagana. Kannski sér í lagi þar sem enginn eða engir hafa beðist fyrirgefningar, hvorki einstaklingar né stofnanir.
Predikun

Menning, saga og samferð þjóða

Velkomin til kirkju á menningardegi prófastsdæmisins. Kynning á nýútgefnu glæsiriti ,,Kirkjur í Kjalarnesprófastsdæmi” er meginefni dagsins og saga kirknanna og kirkugripir þeirra.
Predikun

Ljúgðu að mér!

Efnistök eins og misgjörðir, skuldir, afskriftir, skuldaviðurkenning, ofbeldi, hefnd, ofstofpi, fangelsi, siðleysi, brostnar vonir, glæstar vonir og fyrirgefning. Allt þetta og meira til ef vilji er fyrir hendi er að finna í guðspjallstexta dagsins í dag.
Predikun

Samræða og fyrirgefning

Þessa dagana ver ég frístundum mínum við lestur gamalla skjala frá embættistíð Brynjólfs biskups Sveinssonar en í ár fögnum við því að 400 ár eru liðin frá fæðingu hans.
Predikun

Ef bróðir þinn syndgar gegn þér ...

Guðspjallstextinn sem lesinn var hér áðan er úr Matteusarguðspjalli 18. kafla. Til upprifjunar má geta þess að Guðspjöllin eru fjögur og heita Matteusarguðspjall, Markúsarguðspjall, Lúkasarguðspjall og Jóhannesarguðspjall. Við ættum að vera duglegri að lesa í Guðspjöllunum, en þau boða okkur þann mesta fögnuðu sem nokkurt eyra hefur fengið að heyra.
Predikun

Fyrirgefning

Í dag á fyrsta sunnudegi í vetri eru ritningarlestrar dagsins með þeim hætti að fyrirgefningin myndar einskonar yfirskrift dagsins. Guðspjallið hefur þrjú megin stef. Þau eru öll með vísan til einhverskonar valds. Hið fyrsta er um agavald safnaðarins þegar einn brýtur af sér gagnvart öðrum, annað er um vald fyrirgefningarinnar til að binda og leysa og þriðja er um vald bænarinnar.
Predikun

Skuldir manna og velgjörðin mikla

Af og til hefur orðið uppi fótur og fit þegar einhver fræg persóna hefur birst á Íslandi. Rollingur sást einn daginn á hjóli á Ísafirði og fréttamaður RÚV þótti heldur betur hafa dottið í lukkupottinn og náði viðtali við kappann. Bítill tillti hér niður fæti fyrir nokkrum misserum og var eltur á röndum af fjölmiðlafólki en tókst að mestu að komast undan. Fræga fólkið sækir til Íslands.
Predikun

Umburðalyndi – öryggi - ábyrgð

Í upphafi þetta blað autt - óskrifað blað. Það var alfarið í minum huga hvað að endingu rataði á þessa síðu/síður. Ég hafði frjálsar hendur með það, í samfylgd þeirra orða og boðskapar sem lesin voru úr Matteusarguðspjallinu. Þetta er farið að hljóma kunnuglega. Eins og upphafsorð Biblíunnar. “Í upphafi skapaði Guð...” og við vitum framhaldið.
Predikun