Trú.is

Upprisan gegn hryðjuverkum

Ef hefndin og hatrið eru samofin skynseminni, þá er upprisa Jesú Krists afar óskynsamleg á mannamáli nútímans. En ekki samkvæmt viðbrögðum almennings í Svíþjóð við hryðjuverkum, þar sem fólkið tók bókstaflega höndum saman um að elska hvert annað og rækta vonina í stað þess að hata með hefndinni og heimta heilagt stríð
Predikun

Traust, von og gleði

Páskaboðskapurinn gefur okkur kraft og kjark til að vinna gegn hinu illa í öllum þess myndum. Hann sýnir okkur að böl og pína hefur ekki síðasta orðið heldur lífið og gleðin sem því fylgir.
Predikun

Með innri augum

Með þjáningu komum við í þennan heim og brottförin er ekki auðveld heldur. Þar á milli mæta okkur ýmsar þrautir og prófraunir. Stundum horfum við úti í tómið og hrópum inn í þögnina.
Predikun

Konur á Filippseyjum

„Guð gaf Filippseyjum gnægð auðlinda, bæði mannauð og náttúru. Guð gefur ríkullega og annast um sköpun sína. Þannig er efnahagslegt réttlæti fyrir alla innbyggt í Guðs ríki ólíkt efnahagskerfum þar sem þeir sterkustu og valdamestu hrifsa til sín auðlindir Guðs, sjálfum sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Ríki Guðs, á hinn bóginn, er fyrir alla, jafnvel þá sem ekki viðurkenna það.“
Predikun

Aldrei fleiri ofsóknir

Hér í Seltjarnarneskirkju í dag tökum við undir bænir kirkjufólks um allan heim og biðjum fyrir trúsystkinum okkar í Egyptalandi sem hafa mátt þola dauða og ofsóknir vegna trúar sinnar um árabil. Þau eru í sívaxandi hópi kristins fólks sem verður fyrir ofbeldi á okkar dögum. Aldrei í skráðri sögu kristninnar hafa jafnmargir látið lífið fyrir trú sína á Jesú Krist og á 21. öldinni.
Predikun

Mælum af

Nú þegar við mælum okkur af hér í Neskirkju spyrjum við okkur hvernig við getum orðið að liði í því hlutverki sem okkur er ætlað. Þar er auðvelt að villast af leið. Þegar við sinnum þjónustunni við Krist í auðmýkt og einlægni verður starf okkar, Guð til dýrðar og náunganum til heilla.
Predikun

Á óreimuðum skóm

Jesús elskar ykkur eins og þið eruð frá skaparans hendi, en ekki fyrir það sem þið fáið áorkað í lífinu. Hann þekkir allar mannlegar tilfinningar, þannig að það er ekkert sem getur skilið ykkur frá honum, hann mun aldrei afneita ykkur-því svarið þið játandi hér á eftir
Predikun

Er í lagi að drepa barn?

Við getum öll orðið Abraham - með hníf á lofti - og jafnvel beitt honum og stungið. En þegar menn stinga grætur Guð. Guð biður alltaf um að lífi sér þyrmt.
Predikun

Mold á vegg

Munu komandi kynslóðir spyrja sig sömu spurninga og vakna í hugum okkar þegar við lesum af hinu ógnvekjandi verkefni Abrahams?
Predikun

Að lifa í sannleikanum

Við völdum nefnilega oft erfiðleikum vegna viðbragða okkar eða viðbragðsleysis, vegna vanhæfni okkar í samskiptum eða rangri ákvarðanatöku. Ótti okkar við að axla ábyrgð og horfast í augu við eigin gjörðir veldur þjáningu. Það að takast ekki á við slíkar aðstæður í heiðarleika og sannleika veldur líka þjáningu.
Predikun

Þiggur þú samfylgd Jesú Krists?

Jesús tekur á sig útskúfun mannkyns. Hann er bæði í sporum blinda betlarans og Sakkeusar. Hann þekkir þetta allt, veit hvernig er að vera álitinn ömurlegt úrhrak eins og sá blindi, veit hvernig er að vera talinn siðlaus svikahrappur eins og Sakkeus. Jesús veit líka hvernig er að vera þú og ég. Hann setur sig í spor okkar, mætir okkur á forsendum okkar. Hann bæði hlustar á veikróma neyðaróp vesalinganna og finnur þau borubröttu sem í sjálfsmyndarkreppu snúa sér undan, fela sig og þykjast ekkert vilja vita af Guði.
Predikun