Trú.is

Þegar fólki er misþyrmt

Hann hefði getað látið þeim eftir svipuna sína bóndinn frá Hlíðum, en á meðan hún lá í hendi hans þáði hún mannsvit. Þannig megum við halda vopnum okkar með skynsemi og í því trausti að gæfan er frá Guði komin. Hún er gjöf.
Predikun

Verndandi salt og lífgandi ljós

Kristin viðmið verða hvorki sótt né varin með illvirkjum og morðum. Sé þeim beitt er helstefnu fylgt skyldri þeirri sem tendraði ófriðarbál í álfunni og um víða veröld fyrir miðja síðustu öld.
Predikun

Jesús kominn út úr skápnum

Jesús og lærisveinar hans voru hópur samkynhneigðra karlmanna. Í því ljósi breytist merking þeirrar vináttu sem lýst er svo afdrifaríkt í guðspjöllunum, elskaði lærisveinninn í Jóhannesarguðspjalli var ástmaður Jesú, og vinahópur lærisveinanna samfélag homma sem stóð saman í vináttu og ástum andspænis samfélagi sem gat ekki meðtekið kynhneigð þeirra.
Predikun

Ég þekki þig ...

Nú er svo komið að sumir íslendingar skammast sín fyrir að viðurkenna þjóðerni sitt. Það er dapurlegt að svo sé komið í umróti síðustu missera ...
Predikun

Óttast þú ekki!

Við manninn sem stendur í þessum sporum, við manninn sem glímir við lífið á öllum tímum segir í orði Drottins: ,,Óttast þú ekki...!“
Predikun

Guð-er-til-tilfinningin

Sagðist þessum góða manni svo frá að eitt sinn eftir miðjan sjöunda áratuginn hefði hreppstjóra sveitarinnar orðið litið út um eldhúsgluggann heima hjá sér þar sem hann stóð með kaffibollann í hönd og hefði hann vart mátt mæla og ekki viljað trúa sínum eigin augum er kirkjan sem prýtt hafði plássið var horfin af yfirborði jarðar.
Predikun

Að afnema eða uppfylla

Miskunnsemi án heiðarleika verður oftast dómgreindarlaus linkind þar sem allt fær að fljóta í útþynntu meiningarleysi og misskilinni góðmennsku. Heiðarleiki án réttlætis er ávísun á hvatvísa hreinskilni og tilgangslausa bersögli sem leiðir hæglega af sér tillitsleysi og fordóma, þ. e. a. s., að ályktanir eru dregnar án þess að öll kurl séu komin til grafar.
Predikun

,,Ég er með yður alla daga".

Við fæðumst til að deyja er stundum sagt. Það kaupir sig enginn inn í ríki upprisunnar og lífsins. Orð Guðs segir að við verðum að standa Guði reikningsskil gjörða okkar og orða. Hann verður okkur hinn endanlegi prófdómari og yfirdómari þegar tímaglasið okkar rennur út á þessu jarðneska tilveruskeiði.
Predikun

Kölluð með nafni

Auðvitað eigum við óhikað að kenna börnum trú og trúariðkun - rétt eins og við kennum þeim almenna kurteisi, borðsiði og matarvenjur, umferðarreglur eða muninn á réttu og röngu. Í skólum þarf vitanlega að virða mörk trúfræðslu og trúboðs en kristinfræði í skólum er ekkert „hættulegri“ en íþróttir og listir, svo dæmi séu tekin um aðrar gildishlaðnar námsgreinar.
Predikun

Sést það?

Að vera kristinn, segir Rowan Williams erkibiskup af Kantaraborg, er öðru fremur spurning um traust - en ekki að taka undir tilteknar kenningar. Traustið til Guðs kemur fyrst, kenningarnar fylgja á eftir. Þessi áhersla á traustið er sýnileg þegar við upphaf lífsins, þegar barn er borið til skírnar.
Predikun

Kynlífið og hvíldardagurinn

Þessi litla saga er lýsandi dæmi um það hvernig blind bókstafstrú getur leitt menn í öngstræti. Hún sýnir hvað gerist þegar trúaðir menn verða svo uppteknir af forminu að þeir gleyma innihaldinu og tilgangnum með boðun trúarinnar. Menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
Predikun

Gerilsneydd orð í fernu

Aðeins ég og fjallið, ég svo smár undir tæru himinhvolfinu að mér fannst ég vera boðflenna-því engin talaði við mig. Það tók mig nokkra tugi metra þegar halla fór undir fæti og huga varð að hverju skrefi upp í mót og andardráttur minn var það eina sem rauf kyrrðina að nema staðar.
Predikun