Trú.is

Áhyggjurnar, móðurástin og gleymskan

„Mamma, þú verður að lofa að gleyma ekki að koma að sækja mig“ segir sjö ára sonur minn við mig á hverjum einasta morgni þegar ég kveð hann við dyrnar að skólastofunni hans.
Predikun

Friður í hjartastað

Náð og friður margfaldist með yður, segir Pétur postuli Jesú Krists í inngangsorðum að fyrra bréfi sínu en það var ritað fyrir nærri tvöþúsund árum. Náð og friður.
Predikun

Gefðu Guði pláss í hjarta þínu

Hver vill fylla hjarta sitt af kvíða og áhyggjum? Vilt þú það? Sækist þú sérstaklega eftir því? Nei, örugglega ekki. En vð vitum það að kvíðinn og áhyggjurnar læðast stundum að okkur, koma aftan að okkur er eru bara allt í einu sest að í hjarta okkar. Og það er vegna þess að við höfum skilið eftir laust pláss fyrir svoleiðis. Ef við gefum Guði pláss í hjarta okkar verður ekkert pláss fyrir kvíða og áhyggjur. Fyrir græðgi og öfund.
Predikun

Núllstilla og endurræsa

Getur verið að þú þurfir að endurræsa? Er komið að því að núllstilla eða endurstilla í lífi þínu til að þú getir vaxið? Til að þér líði vel og lifir í samræmi við skapað eðli þitt, djúpþrá og köllun þína?
Predikun

Kirkjan er vettvangur tengsla

Það eru viðbrögð Jesú sem eru hneykslanleg og það er í fullkomnu samræmi við söguna á undan, söguna af miskunnsama samverjanum, þar sem Jesús hneykslar áheyrendur með því að gera fína presta að skúrkum og útlending að hetju. Í stað þess að biðja Maríu að sinna skyldu sinni, setur hann Mörtu á pláss.
Predikun

Tíu messur fyrir fermingu?

Og hvað gerist - við sjáum myndina af því að Marta, ábyrga systirin, sem var kannski eldri er EIN á þönum við að gera það sem þarf í tengslum við gestakomuna, á meðan María, situr og tjillar með Jesú.
Predikun

Orð Guðs á enn erindi við mannfólkið, eins og þegar þessi kirkja var vígð

Við höfum val. Við höfum val um að staldra við, setjast niður hér í Reykhólakirkju eða annars staðar. Höfum val um lífsstefnu. Við búum í valfrjálsu landi, líka í trúarlegum efnum. Við eigum að vera stolt af því vali að koma saman hér í dag á 50 ára afmæli Reykhólakirkju og hlusta á Guðs orð. Það orð hefur verið prédikað frá upphafi kristni hér í sveit. Það orð hefur mótað einstaklinga og mannlíf. Það orð hefur gefið styrk, veitt huggum. Orð Guðs á enn erindi við mannfólkið eins og þegar þessi kirkja var vígð.
Predikun

Dagbók frá Nain

Minn Guð er sterkari en dauðinn. Og hann birtist mér sem norðlæg sól á hausti þegar ég þarf mest á því að halda og hef grátið ofan í eina og hálfa klósettrúllu.
Predikun

Fyrsta lærimeyjan og heilkennin tvö

En hvernig fer fyrir þjóð sem hverfur inn í Mörtu-heilkennið? Eða kirkju sem missir sjónir á þjónustunni og týnist í Maríu-heilkenninu?
Predikun

Merkjavörur og strikamerki mennskunnar

Fólk merkir sig oft með fötum. Merkjavörur eru merkilegar en eiga ekki að skilgreina gildi okkar og eðli. Við erum Guðs börn en ekki merkjabörn. Jesús Kristur hafði margt að segja um strikamerki mennskunnar.
Predikun

Enginn kann tveimur herrum að þjóna

Kirkjunni er ætlað að tala spámannlegri röddu,- en ekki eftir á. Hún á að tala þegar það er tímabært. En þegar það er tímabært að tala, þá er það líka hættulegt, því orðin rekast einhvers staðar á. Það er alltaf einhvers staðar þöggun þar sem miklir hagsmunir eru varðveittir.
Predikun

Drambsemin og auðmýktin, eggið og hjartað

Þó skulum við varast að fella nokkra dóma yfir jakkafata höfðingjum þessa heimsfræga lands sem eru sneisafullir af sjálfum sér því að dómurinn getur hitt okkur sjálf fyrir fyrr en varir. Það þarf engan landsdóm til í þessu sambandi eða Hæstarétt.
Predikun